Utanríkisstefna Norðurþings Einar Benediktsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru. Þó kastar fyrst alveg tólfunum þegar talsmaður Huangs Nubo upplýsir að horft sé til stórfelldrar uppbyggingar við Finnafjörð. Þar eigi að vera stórskipahöfn með rými fyrir olíuflutningaskip og olíuborpalla með stóru svæði fyrir olíuhreinsunarstöð. Umfram annað þarf þó væntanlega að tryggja umskipunarhöfn Kínverja nyrst á Austfjörðum vegna mikilla siglinga kaupskipaflota þeirra. Það er jafnvel enn fráleitara enda yrði mörkuð stefna á víðfemt yfirráðasvæði Kínverja á Íslandi. Þar með yrðu heimsveldisumsvif þeirra færð til Íslands um óráðna framtíð. Það var erfið barátta að tryggja þjóðaröryggi Íslands með hervörnum. Þetta er nefnt þegar því var tekið sem gleðitíðindum af talsmönnum Huangs útsendara Kína, annars helsta herveldis heims, að Kínverjar fái til umráða 300 fkm lands á Grímsstöðum nánast um aldur og ævi til að ryðja sér til rúms á Norðurskautinu. Kínverjar eru þegar eigendur hluta stóriðjunnar hér á landi og ætla sér meira sem tekið verður til athugunar. Nú berast þær fregnir að allar viðskiptaáætlanir Huangs séu lítt marktækar. Annars fara að kvikna vonir um að hann sé sjálfur búinn að fá nóg af þessu mislukkaða Íslandsævintýri þegar hann í háskólaræðu í Shanghai lýsir yfir að „Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði.“ Fréttablaðið hefur bent á bókina Kínverjinn eftir Henning Mankell sem athyglisverða lesningu og skal tekið undir það. Gæti útgefandinn ekki sent slatta af bókinni til Húsavíkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru. Þó kastar fyrst alveg tólfunum þegar talsmaður Huangs Nubo upplýsir að horft sé til stórfelldrar uppbyggingar við Finnafjörð. Þar eigi að vera stórskipahöfn með rými fyrir olíuflutningaskip og olíuborpalla með stóru svæði fyrir olíuhreinsunarstöð. Umfram annað þarf þó væntanlega að tryggja umskipunarhöfn Kínverja nyrst á Austfjörðum vegna mikilla siglinga kaupskipaflota þeirra. Það er jafnvel enn fráleitara enda yrði mörkuð stefna á víðfemt yfirráðasvæði Kínverja á Íslandi. Þar með yrðu heimsveldisumsvif þeirra færð til Íslands um óráðna framtíð. Það var erfið barátta að tryggja þjóðaröryggi Íslands með hervörnum. Þetta er nefnt þegar því var tekið sem gleðitíðindum af talsmönnum Huangs útsendara Kína, annars helsta herveldis heims, að Kínverjar fái til umráða 300 fkm lands á Grímsstöðum nánast um aldur og ævi til að ryðja sér til rúms á Norðurskautinu. Kínverjar eru þegar eigendur hluta stóriðjunnar hér á landi og ætla sér meira sem tekið verður til athugunar. Nú berast þær fregnir að allar viðskiptaáætlanir Huangs séu lítt marktækar. Annars fara að kvikna vonir um að hann sé sjálfur búinn að fá nóg af þessu mislukkaða Íslandsævintýri þegar hann í háskólaræðu í Shanghai lýsir yfir að „Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði.“ Fréttablaðið hefur bent á bókina Kínverjinn eftir Henning Mankell sem athyglisverða lesningu og skal tekið undir það. Gæti útgefandinn ekki sent slatta af bókinni til Húsavíkur?
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar