Samninga á að virða Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun