Lítið mál að flokka sorp - Fréttaskýring 12. júlí 2012 06:30 Urðun í álfsnesi Urðun úrgangs er dýr og endurvinnsla getur borgað sig. Hvert kíló sem þarf að urða í Álfsnesi kostar tæplega 18 krónur en það kostar ekkert að senda ruslið í endurvinnslu. fréttablaðið/valli Hver eru næstu skref í sorpflokkun? Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land. „Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla. Það er ekki nóg að senda einn bækling heim. Það þarf að fylgja þessu eftir," segir Agnes. Hún segir að starfsmenn Íslenska gámafélagsins hafi til að mynda heimsótt tíu þúsund heimili á landinu og beinlínis kennt fólki að flokka. „Fólk er að mikla fyrir sér hvernig á að koma fyrir öllum flokkunarílátunum. Hvort þetta eigi að vera inni í kústaskáp eða hvar. Fólk er oft svo stressað og hrætt við breytingar. En ef maður heldur aðeins í höndina á því er þetta ekkert mál." Agnes segir litlu hlutina helst flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin verða oft stærstu atriðin fyrst, til dæmis tyggjó en því á að henda í almennt sorp." Hún segir spýtur af íspinnum og pilluspjöld einnig vera dæmi um hluti sem vefjast fyrir fólki. Mikilvægast sé að flokka stóru hlutina, pappa, plast og mjólkurfernur. Agnes bendir á að framleiðendur beri vissa ábyrgð. Þeir þurfi að setja vörur sínar í endurvinnsluvænar umbúðir svo eftirleikurinn verði auðveldari fyrir neytendur. „Sjáðu til dæmis mjólkurfernu með tappa úr plasti. Þar er verið að blanda saman tveimur endurvinnsluflokkum. Það þarf að gera fólki endurvinnslu auðveldari með því að blanda ekki saman flokkum. Þarna verðum við neytendur að þrýsta á framleiðendur," segir Agnes. Nú þegar eru sautján sveitarfélög byrjuð að flokka í þrjá endurvinnsluflokka: lífrænt, endurvinnanlegt og almennt heimilissorp sem er óendurvinnanlegt. Stykkishólmur er ákveðin fyrirmynd í þessum málum en þar hefur náðst að flokka upp í 67 prósent af úrgangi. katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Hver eru næstu skref í sorpflokkun? Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land. „Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla. Það er ekki nóg að senda einn bækling heim. Það þarf að fylgja þessu eftir," segir Agnes. Hún segir að starfsmenn Íslenska gámafélagsins hafi til að mynda heimsótt tíu þúsund heimili á landinu og beinlínis kennt fólki að flokka. „Fólk er að mikla fyrir sér hvernig á að koma fyrir öllum flokkunarílátunum. Hvort þetta eigi að vera inni í kústaskáp eða hvar. Fólk er oft svo stressað og hrætt við breytingar. En ef maður heldur aðeins í höndina á því er þetta ekkert mál." Agnes segir litlu hlutina helst flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin verða oft stærstu atriðin fyrst, til dæmis tyggjó en því á að henda í almennt sorp." Hún segir spýtur af íspinnum og pilluspjöld einnig vera dæmi um hluti sem vefjast fyrir fólki. Mikilvægast sé að flokka stóru hlutina, pappa, plast og mjólkurfernur. Agnes bendir á að framleiðendur beri vissa ábyrgð. Þeir þurfi að setja vörur sínar í endurvinnsluvænar umbúðir svo eftirleikurinn verði auðveldari fyrir neytendur. „Sjáðu til dæmis mjólkurfernu með tappa úr plasti. Þar er verið að blanda saman tveimur endurvinnsluflokkum. Það þarf að gera fólki endurvinnslu auðveldari með því að blanda ekki saman flokkum. Þarna verðum við neytendur að þrýsta á framleiðendur," segir Agnes. Nú þegar eru sautján sveitarfélög byrjuð að flokka í þrjá endurvinnsluflokka: lífrænt, endurvinnanlegt og almennt heimilissorp sem er óendurvinnanlegt. Stykkishólmur er ákveðin fyrirmynd í þessum málum en þar hefur náðst að flokka upp í 67 prósent af úrgangi. katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira