Segir ráðningar án auglýsinga grafa undan trausti á ríkinu 11. júlí 2012 11:30 lögreglan Ráðning tveggja lögreglumanna á Akureyri var talin innan ramma laga, en varð Umboðsmanni Alþingis engu að síður tilefni til að árétta að auglýsa ætti tímabundin störf í meira mæli. fréttablaðið/vilhelm Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira