Icelandair flaug allra flugfélaga mest frá Íslandi í júní. Flugfélagið stóð fyrir tæpum 70 prósentum allra utanlandsfluga frá landinu, eða tæplega tólf hundruð ferðum. Túristi.is hefur tekið saman upplýsingar um ferðir allra flugfélaga sem héðan flugu í júní.
Níu prósent þessara ferða voru með vélum merktum Iceland Express og sex prósent með vélum WOW air.
Fjölmörg erlend flugfélög fljúga hingað til lands í sumar. Meðal þeirra eru Airberlin og SAS sem samanlagt stóðu fyrir 6,5 prósentum allra fluga í júní.
- bþh

