Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni 10. júlí 2012 09:00 „Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar," segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og þó platan sé ekki komin út," segir Þórunn sem fær reglulega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig," segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður-Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það," segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku," segir hún en þau höfðu veg og vanda að myndbandi GusGus við lagið Over.- hþt Lífið Tónlist Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar," segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og þó platan sé ekki komin út," segir Þórunn sem fær reglulega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig," segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður-Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það," segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku," segir hún en þau höfðu veg og vanda að myndbandi GusGus við lagið Over.- hþt
Lífið Tónlist Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira