Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni 10. júlí 2012 09:00 „Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar," segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og þó platan sé ekki komin út," segir Þórunn sem fær reglulega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig," segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður-Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það," segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku," segir hún en þau höfðu veg og vanda að myndbandi GusGus við lagið Over.- hþt Lífið Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar," segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og þó platan sé ekki komin út," segir Þórunn sem fær reglulega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig," segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður-Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það," segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku," segir hún en þau höfðu veg og vanda að myndbandi GusGus við lagið Over.- hþt
Lífið Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira