Þéttari byggð, betri borg 10. júlí 2012 06:00 Næstu átján árin vantar 14.500 nýjar íbúðir í Reykjavík, samkvæmt áætlunum borgaryfirvalda. Samkvæmt endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sem vonazt er til að taki gildi fyrir næsta vor, á að byggja langstærstan hluta, eða 12.200 íbúðir, vestan Elliðaáa og ekki reisa nein ný úthverfi, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Þetta er tímabær stefnumörkun, en þó ekki algjörlega ný af nálinni. Svipuð stefna var í gildi í aðalskipulagi Reykjavíkur nýliðinn fyrsta áratug aldarinnar en henni var ekki framfylgt nema að afskaplega litlu leyti. Borgin hélt áfram að þenjast út til austurs og þéttist lítið. Reykjavík er áfram strjálbýl bílaborg með svefn-úthverfum sem bera hvorki eigin verzlunar- og þjónustustarfsemi né almennilegar almenningssamgöngur. Stundum hafa menn reynt að útskýra hina dreifðu borg með því að nýir borgarbúar hafi verið í nánum tengslum við náttúruna og hafi áfram viljað hafa rúmt um sig í borginni. Nú virðist það vera að breytast; ný kynslóð borgarbúa hefur vaxið úr grasi og vill búa þar sem borgin er þéttust, í eldri og grónari hverfum. „Allar kannanir á markaði segja okkur að straumurinn liggi inn í borgina. Við sem borgaryfirvöld hljótum að svara því," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu í gær. Skýr hagkvæmnisrök eru fyrir því að þétta byggðina í borginni. Hjálmar bendir á að gatnakerfið sé orðið meira en 1.000 kílómetra langt og dýrt í rekstri eftir því. Með því að þétta byggðina í eldri hverfum er fjárfesting í gatna- og veitukerfum nýtt betur og almenningssamgöngur verða hagkvæmari. Hækkandi eldsneytisverð og áherzla margra á vistvænni samgönguhætti ýtir undir að borgin sé skipulögð þannig að auðveldara sé að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnu eða skóla og einkabíllinn sé ekki konungur borgarskipulagsins. Þéttari borg á líka að geta verið betri, skemmtilegri og mannlegri borg þar sem götulíf þrífst og íbúarnir geta sótt verzlun og þjónustu í eigin hverfi. Það er samt alls ekki einfalt verkefni að þétta byggðina. Framkvæmdir við nýja íbúðabyggð inni í eldri hverfunum eru oft flóknari og dýrari en nýbyggingar á jaðri borgarinnar, meðal annars vegna þess að lóðir eru dýrari og taka þarf tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er. Fólkið sem fyrir er í grónu hverfunum er oft alls ekki hrifið af meiri þéttingu byggðarinnar og þá hefur það reynzt umtalsverð áskorun fyrir arkitekta að fella nýbyggingar að einkennum og svip eldri hverfanna. Stefnunni um þéttingu byggðar þarf að fylgja stefna um hvernig byggt er af virðingu fyrir því sem fyrir er. Meðal annars vegna kostnaðar og fyrirhafnar hefur tilhneiging verktaka verið sú að byggja fyrst og fremst „lúxusíbúðir" eða íbúðir fyrir eldri borgara í grónum hverfum. Eigi þétting byggðarinnar að skila tilætluðum árangri og svara eftirspurn fólks á öllum aldri og með mismunandi efni eftir húsnæði, þurfa stjórnvöld að styðja við verktaka sem vilja líka byggja ódýrar íbúðir fyrir ungt fjölskyldufólk til kaups eða leigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Næstu átján árin vantar 14.500 nýjar íbúðir í Reykjavík, samkvæmt áætlunum borgaryfirvalda. Samkvæmt endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sem vonazt er til að taki gildi fyrir næsta vor, á að byggja langstærstan hluta, eða 12.200 íbúðir, vestan Elliðaáa og ekki reisa nein ný úthverfi, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Þetta er tímabær stefnumörkun, en þó ekki algjörlega ný af nálinni. Svipuð stefna var í gildi í aðalskipulagi Reykjavíkur nýliðinn fyrsta áratug aldarinnar en henni var ekki framfylgt nema að afskaplega litlu leyti. Borgin hélt áfram að þenjast út til austurs og þéttist lítið. Reykjavík er áfram strjálbýl bílaborg með svefn-úthverfum sem bera hvorki eigin verzlunar- og þjónustustarfsemi né almennilegar almenningssamgöngur. Stundum hafa menn reynt að útskýra hina dreifðu borg með því að nýir borgarbúar hafi verið í nánum tengslum við náttúruna og hafi áfram viljað hafa rúmt um sig í borginni. Nú virðist það vera að breytast; ný kynslóð borgarbúa hefur vaxið úr grasi og vill búa þar sem borgin er þéttust, í eldri og grónari hverfum. „Allar kannanir á markaði segja okkur að straumurinn liggi inn í borgina. Við sem borgaryfirvöld hljótum að svara því," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu í gær. Skýr hagkvæmnisrök eru fyrir því að þétta byggðina í borginni. Hjálmar bendir á að gatnakerfið sé orðið meira en 1.000 kílómetra langt og dýrt í rekstri eftir því. Með því að þétta byggðina í eldri hverfum er fjárfesting í gatna- og veitukerfum nýtt betur og almenningssamgöngur verða hagkvæmari. Hækkandi eldsneytisverð og áherzla margra á vistvænni samgönguhætti ýtir undir að borgin sé skipulögð þannig að auðveldara sé að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnu eða skóla og einkabíllinn sé ekki konungur borgarskipulagsins. Þéttari borg á líka að geta verið betri, skemmtilegri og mannlegri borg þar sem götulíf þrífst og íbúarnir geta sótt verzlun og þjónustu í eigin hverfi. Það er samt alls ekki einfalt verkefni að þétta byggðina. Framkvæmdir við nýja íbúðabyggð inni í eldri hverfunum eru oft flóknari og dýrari en nýbyggingar á jaðri borgarinnar, meðal annars vegna þess að lóðir eru dýrari og taka þarf tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er. Fólkið sem fyrir er í grónu hverfunum er oft alls ekki hrifið af meiri þéttingu byggðarinnar og þá hefur það reynzt umtalsverð áskorun fyrir arkitekta að fella nýbyggingar að einkennum og svip eldri hverfanna. Stefnunni um þéttingu byggðar þarf að fylgja stefna um hvernig byggt er af virðingu fyrir því sem fyrir er. Meðal annars vegna kostnaðar og fyrirhafnar hefur tilhneiging verktaka verið sú að byggja fyrst og fremst „lúxusíbúðir" eða íbúðir fyrir eldri borgara í grónum hverfum. Eigi þétting byggðarinnar að skila tilætluðum árangri og svara eftirspurn fólks á öllum aldri og með mismunandi efni eftir húsnæði, þurfa stjórnvöld að styðja við verktaka sem vilja líka byggja ódýrar íbúðir fyrir ungt fjölskyldufólk til kaups eða leigu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun