Bann við vörubílum í þjóðgarði gagnrýnt 10. júlí 2012 07:00 Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira