Skýr lög um vörslusviptingar Ögmundur Jónasson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. Aftur og ítrekað komu inn á mitt borð kvartanir vegna slíkra vörslusviptinga eftir að ég tók við embætti ráðherra dómsmála og mannréttinda. Groddalegar aðfarirKvartanirnar komu bæði frá einstaklingum og samtökum. Ég brást ítrekað við í fjölmiðlum þar sem ég reisti þá kröfu á hendur kaupleigufyrirtækjum að þau færu að lögum í þessum efnum og á heimasíðu innanríkisráðuneytisins komu þessi tilmæli skýrt fram. Fram kom að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars, þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slíkt væri unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. laga um aðför. Samkvæmt henni væri að sama skapi aðila sem teldi sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem honum bæri og hann gæti fært sönnur á rétt sinn, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hluturinn yrði færður honum í hendur. Dómari tæki þá afstöðu til þess hvort réttur gerðarbeiðanda væri svo ótvíræður að heimila mætti honum umráð hlutarins. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga skal að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert þykir að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli sönnunargagna. Það þýðir að leiki vafi á réttmæti kröfu gerðarbeiðanda skal hafna því að aðför fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni hafnað er gerðarbeiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila. Þetta er afdráttarlaust enda urðu þessar ábendingar til þess að verulega dró úr vörslusviptingum sem stundum fóru þó fram með vægast sagt groddalegum hætti. Þótt ástandið lagaðist bárust þó áfram kvartanir. Ný löggjöfÍ framhaldinu óskaði ég eftir því við réttarfarsnefnd ráðuneytisins að nefndin útbyggi lagafrumvarp þar sem tekið væri á þessu vandamáli og þeir sem stunduðu slíkar aðferðir yrðu knúnir til að fara að reglum aðfararlaga vildu þeir ná til sín eignum sem þeir teldu sig eiga. Þótt lögin væru skýr, eins og hér hefur komið fram, væri þó greinilegt að skerpa þyrfti á þeim þannig að engin tvímæli væru. Frumvarp þessa efnis leit nú dagsins ljós og var það útbúið sem breyting á innheimtulögum. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafði þessi mál einnig til skoðunar í góðri samvinnu við innanríkisráðuneytið. Úr varð að frumvarpið var flutt á vegum nefndarinnar og varð það að lögum nú í þinglok. Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka vill eign sína úr vörslu umráðamanns verður að fá samþykki hans til þess. Fáist samþykki ekki verður að fara að þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um aðför og leita atbeina dómstóla og svo sýslumanns til aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að þeir sem stunda vörslusviptingar þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. Aftur og ítrekað komu inn á mitt borð kvartanir vegna slíkra vörslusviptinga eftir að ég tók við embætti ráðherra dómsmála og mannréttinda. Groddalegar aðfarirKvartanirnar komu bæði frá einstaklingum og samtökum. Ég brást ítrekað við í fjölmiðlum þar sem ég reisti þá kröfu á hendur kaupleigufyrirtækjum að þau færu að lögum í þessum efnum og á heimasíðu innanríkisráðuneytisins komu þessi tilmæli skýrt fram. Fram kom að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars, þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slíkt væri unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. laga um aðför. Samkvæmt henni væri að sama skapi aðila sem teldi sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem honum bæri og hann gæti fært sönnur á rétt sinn, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hluturinn yrði færður honum í hendur. Dómari tæki þá afstöðu til þess hvort réttur gerðarbeiðanda væri svo ótvíræður að heimila mætti honum umráð hlutarins. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga skal að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert þykir að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli sönnunargagna. Það þýðir að leiki vafi á réttmæti kröfu gerðarbeiðanda skal hafna því að aðför fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni hafnað er gerðarbeiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila. Þetta er afdráttarlaust enda urðu þessar ábendingar til þess að verulega dró úr vörslusviptingum sem stundum fóru þó fram með vægast sagt groddalegum hætti. Þótt ástandið lagaðist bárust þó áfram kvartanir. Ný löggjöfÍ framhaldinu óskaði ég eftir því við réttarfarsnefnd ráðuneytisins að nefndin útbyggi lagafrumvarp þar sem tekið væri á þessu vandamáli og þeir sem stunduðu slíkar aðferðir yrðu knúnir til að fara að reglum aðfararlaga vildu þeir ná til sín eignum sem þeir teldu sig eiga. Þótt lögin væru skýr, eins og hér hefur komið fram, væri þó greinilegt að skerpa þyrfti á þeim þannig að engin tvímæli væru. Frumvarp þessa efnis leit nú dagsins ljós og var það útbúið sem breyting á innheimtulögum. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafði þessi mál einnig til skoðunar í góðri samvinnu við innanríkisráðuneytið. Úr varð að frumvarpið var flutt á vegum nefndarinnar og varð það að lögum nú í þinglok. Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka vill eign sína úr vörslu umráðamanns verður að fá samþykki hans til þess. Fáist samþykki ekki verður að fara að þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um aðför og leita atbeina dómstóla og svo sýslumanns til aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að þeir sem stunda vörslusviptingar þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun