Þegar okkur langar að gera eitthvað Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2012 10:00 Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra. Þetta þekkja þeir sem hafa verið lagðir í einelti á vinnustöðum, frystir úti af atvinnumarkaði af ráðningarstofum eða búa við lífsskilyrði sem neyða þá til þess að fara í betliferðir eftir lífsnauðsynjum. Flestir þekkja það að það er hundleiðinlegt að vera hræddur. Það er hundleiðinlegt að þora ekki að segja hug sinn og það er hundleiðinlegt að þurfa að gera öllum við borðið til geðs af ótta við að vera misskilinn vitlaust. Tilfinningin sem fylgir því að komast ekki leiðar sinnar, að geta ekki átt eðlileg samskipti við fólk, fá ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum, að hafa ekki rödd í samfélaginu eða að geta ekki tekið þátt í atburðum er þrúgandi. Margir eru í samfélaginu dæmdir til þess að vera áhorfendur. Er meinuð þátttaka af þeim sem fara með geðþóttavald. Við finnum gleði okkar í lífinu, í frelsinu, í örygginu, í árangri og þegar draumar okkar verða að veruleika. Hindranir sem eru innbyggðar í samfélagsgerð og afleiðingar misbeitingar á valdi skemma gleðina og frelsið. Meginskilningur á hugtakinu „mannréttindi" tengist samskiptum einstaklinga við valdhafa og stofnanir ríkisins en á síðari árum hefur vald í auknum mæli verið fært frá ríkinu til stórfyrirtækja sem beita valdi til þess að tryggja stöðu sína eða einfaldlega af geðþótta. Mannréttindabrot og kúgun getur falist í menningu sem hunsar verðleika og skilgreinir suma einstaklinga óæðri öðrum. Oft speglar orðræðan slíkar hugmyndir eins og t.d. þegar einn þingmaðurinn notar í sömu setningunni orð eins og takmörkuð greind, munnræpa og asberger. En asberger er hegðunarmynstur sem hefur verið skýrt sem vægt einkenni af einhverfu en þar sem ég er ekki sérfræðingur ætla ég ekki að skýra það nánar en tel þó óviðeigandi að nota orðið í þessu samhengi þar sem það elur á fyrirlitningu en hrikaleg staða barna sem mæta mótbyr vegna slíkra einkenna hafa verið í umræðunni í vetur. Við erum misjafnlega dugleg við að bregðast við tilfinningum okkar jafnvel þótt við vitum sjálf hvernig okkur líður. Þegar við högum okkur í andstöðu við vilja okkar og tilfinningar er skýringanna oft að leita í valdi sem við hræðumst. Þegar atvinnuleysi eykst magnast áhættan af því að vinnuveitendur fari að misbeita valdi sínu en einnig eykst hættan á því að fólk fari að óttast vinnuveitendur vegna þess að valkostum fækkar. Það hefur ekki í önnur hús að venda ef það missir vinnuna. Þetta getur leitt til þess að gagnrýnisraddir þagni og þægðin verði viðvarandi í litlausri flatneskju leiðinda. Valdamisvægi getur birst í samskiptum launþega við vinnuveitendur, skuldara við lánadrottna, skjólstæðinga við ríkisstofnanir, nemanda við kennara eða skólastjóra, rétthafa við dómsstóla eða sjómanna við útgerðarmenn. Það er í slíkum samskiptum sem mannréttindabrot verða til. Sá sem er í valdastöðunni kúgar þann sem er háður valdinu til þess að vinna gegn eigin hagsmunum, eigin vilja eða eigin tilfinningum. Eða kúgar hann til að þegja og þvingar hann inn í hegðunarmynstur sem einstaklingnum líður ekki vel með. Mannréttindabrot birtist með margvíslegum hætti í samskiptum þeirra sem hafa valdið og þeirra sem standa einir gegn valdinu. Sterkasta afl einstaklinga er samstaða; að einstaklingar fylkist saman til þess að halda valdinu í skefjum. Eitt stærsta valdatækið í samfélaginu eru fjölmiðlar. Umræðan í fjölmiðlum miðar oft að því að forheimska almenning og slæva dómgreind hans. Þeir sem stýra fjölmiðlum misbeita valdi sínu þegar þeir reyna að stjórna almenningsáliti í stað þess að afhjúpa tengsl eða fjalla á sanngjarnan, gagnrýnin og málefnalegan hátt um afleiðingar sem eiga rætur í fortíðinni eða um atburði líðandi stundar. Þeir sem fara með völd í samfélaginu eru í sterkri stöðu til þess að hafa áhrif á sýn á mannréttindi í samfélaginu. Vegna þess að valdið spillir hefur Herdís mælt með því að forsetinn sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil. Jafnvel þótt að Ólafi langi til þess að vera forseti um alla framtíð þá þurfum við að spyrja okkur hvort að hann eigi ekki skilið að komast í frí og endurhlaða batteríin. Starfsliðið á Bessastöðum hefur gott af því að fá nýjan yfirmann og þjóðin hefur gott af því að hlýða á nýja rödd frá Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra. Þetta þekkja þeir sem hafa verið lagðir í einelti á vinnustöðum, frystir úti af atvinnumarkaði af ráðningarstofum eða búa við lífsskilyrði sem neyða þá til þess að fara í betliferðir eftir lífsnauðsynjum. Flestir þekkja það að það er hundleiðinlegt að vera hræddur. Það er hundleiðinlegt að þora ekki að segja hug sinn og það er hundleiðinlegt að þurfa að gera öllum við borðið til geðs af ótta við að vera misskilinn vitlaust. Tilfinningin sem fylgir því að komast ekki leiðar sinnar, að geta ekki átt eðlileg samskipti við fólk, fá ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum, að hafa ekki rödd í samfélaginu eða að geta ekki tekið þátt í atburðum er þrúgandi. Margir eru í samfélaginu dæmdir til þess að vera áhorfendur. Er meinuð þátttaka af þeim sem fara með geðþóttavald. Við finnum gleði okkar í lífinu, í frelsinu, í örygginu, í árangri og þegar draumar okkar verða að veruleika. Hindranir sem eru innbyggðar í samfélagsgerð og afleiðingar misbeitingar á valdi skemma gleðina og frelsið. Meginskilningur á hugtakinu „mannréttindi" tengist samskiptum einstaklinga við valdhafa og stofnanir ríkisins en á síðari árum hefur vald í auknum mæli verið fært frá ríkinu til stórfyrirtækja sem beita valdi til þess að tryggja stöðu sína eða einfaldlega af geðþótta. Mannréttindabrot og kúgun getur falist í menningu sem hunsar verðleika og skilgreinir suma einstaklinga óæðri öðrum. Oft speglar orðræðan slíkar hugmyndir eins og t.d. þegar einn þingmaðurinn notar í sömu setningunni orð eins og takmörkuð greind, munnræpa og asberger. En asberger er hegðunarmynstur sem hefur verið skýrt sem vægt einkenni af einhverfu en þar sem ég er ekki sérfræðingur ætla ég ekki að skýra það nánar en tel þó óviðeigandi að nota orðið í þessu samhengi þar sem það elur á fyrirlitningu en hrikaleg staða barna sem mæta mótbyr vegna slíkra einkenna hafa verið í umræðunni í vetur. Við erum misjafnlega dugleg við að bregðast við tilfinningum okkar jafnvel þótt við vitum sjálf hvernig okkur líður. Þegar við högum okkur í andstöðu við vilja okkar og tilfinningar er skýringanna oft að leita í valdi sem við hræðumst. Þegar atvinnuleysi eykst magnast áhættan af því að vinnuveitendur fari að misbeita valdi sínu en einnig eykst hættan á því að fólk fari að óttast vinnuveitendur vegna þess að valkostum fækkar. Það hefur ekki í önnur hús að venda ef það missir vinnuna. Þetta getur leitt til þess að gagnrýnisraddir þagni og þægðin verði viðvarandi í litlausri flatneskju leiðinda. Valdamisvægi getur birst í samskiptum launþega við vinnuveitendur, skuldara við lánadrottna, skjólstæðinga við ríkisstofnanir, nemanda við kennara eða skólastjóra, rétthafa við dómsstóla eða sjómanna við útgerðarmenn. Það er í slíkum samskiptum sem mannréttindabrot verða til. Sá sem er í valdastöðunni kúgar þann sem er háður valdinu til þess að vinna gegn eigin hagsmunum, eigin vilja eða eigin tilfinningum. Eða kúgar hann til að þegja og þvingar hann inn í hegðunarmynstur sem einstaklingnum líður ekki vel með. Mannréttindabrot birtist með margvíslegum hætti í samskiptum þeirra sem hafa valdið og þeirra sem standa einir gegn valdinu. Sterkasta afl einstaklinga er samstaða; að einstaklingar fylkist saman til þess að halda valdinu í skefjum. Eitt stærsta valdatækið í samfélaginu eru fjölmiðlar. Umræðan í fjölmiðlum miðar oft að því að forheimska almenning og slæva dómgreind hans. Þeir sem stýra fjölmiðlum misbeita valdi sínu þegar þeir reyna að stjórna almenningsáliti í stað þess að afhjúpa tengsl eða fjalla á sanngjarnan, gagnrýnin og málefnalegan hátt um afleiðingar sem eiga rætur í fortíðinni eða um atburði líðandi stundar. Þeir sem fara með völd í samfélaginu eru í sterkri stöðu til þess að hafa áhrif á sýn á mannréttindi í samfélaginu. Vegna þess að valdið spillir hefur Herdís mælt með því að forsetinn sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil. Jafnvel þótt að Ólafi langi til þess að vera forseti um alla framtíð þá þurfum við að spyrja okkur hvort að hann eigi ekki skilið að komast í frí og endurhlaða batteríin. Starfsliðið á Bessastöðum hefur gott af því að fá nýjan yfirmann og þjóðin hefur gott af því að hlýða á nýja rödd frá Bessastöðum.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun