Rassskellingar á að afnema með öllu 15. júní 2012 10:00 Þorlákur Helgason Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna," segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið." Nýliðavígslur í landslið Íslendinga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona," segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar." „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því," segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum." „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan." Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virðingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið," segir Þorlákur að lokum.- bþh Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna," segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið." Nýliðavígslur í landslið Íslendinga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona," segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar." „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því," segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum." „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan." Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virðingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið," segir Þorlákur að lokum.- bþh
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira