Þarf ekki að vera flókið að stilla til friðar 15. júní 2012 13:00 Boðskapur friðar Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í Kúveit, kom hingað til að kynna boðskap friðar. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma, er hér í baksýn.Fréttablaðið/GVA „Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam." Þetta segir Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í trúmálaráðuneyti Kúveit. Hann var staddur hér á landi í byrjun viku til að hitta trúbræður sína í Félagi múslíma á Íslandi en hann hitti jafnframt biskup Íslands og forsvarsmenn innanríkisráðuneytisins á meðan dvöl hans stóð. Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir átaki stjórnvalda í Kúveit til að leggja áherslu á hófsemi í iðkun íslams og að leysa ágreiningsmál milli ólíkra samfélagshópa með samræðum á grundvelli sameiginlegra gilda og hófsemi. „Hófsemi þýðir gæska, umburðarlyndi, réttlæti, friður og ást. Allt þetta liggur að hinu sama. Við höfum borið þennan boðskap út til margra landa þar sem múslímar búa með öðrum hópum, bæði múslímum og öðrum. Okkar stefna er að virða þá sem eru annarrar skoðunar en við og vinna með þeim." Átakið hófst fyrir um fjórum til fimm árum þegar stjórnvöld í Kúveit horfðu upp á aukna róttækni í hópi unga fólksins þar í landi. „Við sáum að ekki gekk að taka á þessum málum með hörku og ákváðum þess í stað að ræða vandamálið við unga fólkið á grundvelli trúar og gilda. Við settumst niður með þeim og það gekk afar vel og út frá því ákváðum við að nota þessa aðferð víðar." Dr. Elgarawi segir verkefnið hafa gengið afar vel. Meðal annars hafi hann nýlega hitt fólk í Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem öfgahópar hafa fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Fyrir þeirra atbeina hafi verið reist miðstöð um hófsemi í Moskvu og í síðustu viku undirritaði Elgarawi viljayfirlýsingu við forseta Tsjetsjeníu um að reyna að sætta stríðandi öfl með samræðum. Elgarawi sagði að ekki þyrfti að vera flókið að stilla til friðar og bæta heiminn. „Aðrir hópar eru líka manneskjur og frændur okkar, afkomendur Adams og Evu. Í íslam eru góð gildi alveg eins og í kristni, gyðingdómi og búddisma. Við getum unnið saman í gegnum þessi grundvallargildi. Ég virði trú annarra og býst við að þeir virði mína, en okkar sýn er sú að við getum öll unnið saman á grundvelli þes sem sameinar okkur." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam." Þetta segir Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í trúmálaráðuneyti Kúveit. Hann var staddur hér á landi í byrjun viku til að hitta trúbræður sína í Félagi múslíma á Íslandi en hann hitti jafnframt biskup Íslands og forsvarsmenn innanríkisráðuneytisins á meðan dvöl hans stóð. Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir átaki stjórnvalda í Kúveit til að leggja áherslu á hófsemi í iðkun íslams og að leysa ágreiningsmál milli ólíkra samfélagshópa með samræðum á grundvelli sameiginlegra gilda og hófsemi. „Hófsemi þýðir gæska, umburðarlyndi, réttlæti, friður og ást. Allt þetta liggur að hinu sama. Við höfum borið þennan boðskap út til margra landa þar sem múslímar búa með öðrum hópum, bæði múslímum og öðrum. Okkar stefna er að virða þá sem eru annarrar skoðunar en við og vinna með þeim." Átakið hófst fyrir um fjórum til fimm árum þegar stjórnvöld í Kúveit horfðu upp á aukna róttækni í hópi unga fólksins þar í landi. „Við sáum að ekki gekk að taka á þessum málum með hörku og ákváðum þess í stað að ræða vandamálið við unga fólkið á grundvelli trúar og gilda. Við settumst niður með þeim og það gekk afar vel og út frá því ákváðum við að nota þessa aðferð víðar." Dr. Elgarawi segir verkefnið hafa gengið afar vel. Meðal annars hafi hann nýlega hitt fólk í Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem öfgahópar hafa fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Fyrir þeirra atbeina hafi verið reist miðstöð um hófsemi í Moskvu og í síðustu viku undirritaði Elgarawi viljayfirlýsingu við forseta Tsjetsjeníu um að reyna að sætta stríðandi öfl með samræðum. Elgarawi sagði að ekki þyrfti að vera flókið að stilla til friðar og bæta heiminn. „Aðrir hópar eru líka manneskjur og frændur okkar, afkomendur Adams og Evu. Í íslam eru góð gildi alveg eins og í kristni, gyðingdómi og búddisma. Við getum unnið saman í gegnum þessi grundvallargildi. Ég virði trú annarra og býst við að þeir virði mína, en okkar sýn er sú að við getum öll unnið saman á grundvelli þes sem sameinar okkur." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira