Læri, læri, tækifæri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júní 2012 06:00 Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! Auðvitað er þetta algjörlega ímyndað dæmi. Þessi staða gæti aldrei komið upp. Karlmenn sem skrifuðu svona yrðu ofsóttir vikum saman. Enda dytti engum karli með vott af sjálfsvirðingu og greindarvísitölu yfir 80 í hug að láta svona vitleysu frá sér fara. Þetta gæti bara gerst í ímynduðum heimi. Í raunveruleikanum stendur yfir Evrópumeistaramót í knattspyrnu karla. Sent er beint frá öllum leikjum, áhorfið er gríðarlegt og spennan mikil. Umræðan á Facebook litast af knattspyrnuáhuganum og menn ræða kost og löst á leikjum og liðum. En hvað er nú þetta? Hver konan eftir aðra setur inn Facebook-status þar sem hún fer fögrum orðum um stinna rassa og stælt læri leikmannanna á vellinum. Og það sem enn furðulegra er, þessir statusar vekja hrifningu annarra kvenna. Þær kommenta í röðum og lýsa yfir svipuðum skoðunum á líkamshlutum leikmanna, setja inn broskarla, blikkkarla og upphrópunarmerki í löngum bunum. Enginn minnist á niðurlægingu fyrir karlana sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni. Enginn talar um ógeðslegt innræti, hvað þá karlfyrirlitningu. Þetta þykir bara svakalega svalt og sanna hvað konur séu nú orðnar frjálsar. Og svo skilja þær ekkert í því að ekki skuli vera fengnar fleiri konur til að tjá sig opinberlega um fótboltann. Ég hef horft á fótbolta síðan ég man eftir mér. Spilaði hann á yngri árum, á mitt uppáhaldslið og leikmenn og breytist í ofstækisfulla fótboltabullu í mánuð annað hvert ár þegar EM og HM fara fram. Horfi á alla leiki sem ég get, hoppa og öskra og reyti hár mitt. Dáist að boltameðferð, samspili, baráttuanda og glæsilegum mörkum. En læri og rassar leikmanna hafa aldrei vakið athygli mína. Ætli ég sé kannski ekki kona? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Friðrika Benónýsdóttir Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun
Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! Auðvitað er þetta algjörlega ímyndað dæmi. Þessi staða gæti aldrei komið upp. Karlmenn sem skrifuðu svona yrðu ofsóttir vikum saman. Enda dytti engum karli með vott af sjálfsvirðingu og greindarvísitölu yfir 80 í hug að láta svona vitleysu frá sér fara. Þetta gæti bara gerst í ímynduðum heimi. Í raunveruleikanum stendur yfir Evrópumeistaramót í knattspyrnu karla. Sent er beint frá öllum leikjum, áhorfið er gríðarlegt og spennan mikil. Umræðan á Facebook litast af knattspyrnuáhuganum og menn ræða kost og löst á leikjum og liðum. En hvað er nú þetta? Hver konan eftir aðra setur inn Facebook-status þar sem hún fer fögrum orðum um stinna rassa og stælt læri leikmannanna á vellinum. Og það sem enn furðulegra er, þessir statusar vekja hrifningu annarra kvenna. Þær kommenta í röðum og lýsa yfir svipuðum skoðunum á líkamshlutum leikmanna, setja inn broskarla, blikkkarla og upphrópunarmerki í löngum bunum. Enginn minnist á niðurlægingu fyrir karlana sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni. Enginn talar um ógeðslegt innræti, hvað þá karlfyrirlitningu. Þetta þykir bara svakalega svalt og sanna hvað konur séu nú orðnar frjálsar. Og svo skilja þær ekkert í því að ekki skuli vera fengnar fleiri konur til að tjá sig opinberlega um fótboltann. Ég hef horft á fótbolta síðan ég man eftir mér. Spilaði hann á yngri árum, á mitt uppáhaldslið og leikmenn og breytist í ofstækisfulla fótboltabullu í mánuð annað hvert ár þegar EM og HM fara fram. Horfi á alla leiki sem ég get, hoppa og öskra og reyti hár mitt. Dáist að boltameðferð, samspili, baráttuanda og glæsilegum mörkum. En læri og rassar leikmanna hafa aldrei vakið athygli mína. Ætli ég sé kannski ekki kona?
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun