Bætur fyrir skartgripi 5% af innbústryggingu 14. júní 2012 06:00 þýfi Skartgripir eru meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. Fréttablaðið/gva Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikilvægt að innbústryggingar endurspegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi." Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstaklega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkunum með skartgripina." Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðförum og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögunum. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heiman til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir." ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikilvægt að innbústryggingar endurspegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi." Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstaklega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkunum með skartgripina." Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðförum og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögunum. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heiman til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir." ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira