Styður áheyrnaraðild að Norðurskautsráði 14. júní 2012 06:30 norræn samvinna Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, hefur sagt að ekki komi til greina að Kína fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráði við núverandi aðstæður. Ísland styður áheyrnaraðild Kína. Störe talar hér á fundi Norðurlandaráðs árið 2010. Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira