Misskilningur olli leyfisleysi auglýsinga 12. júní 2012 08:00 Lifðu Skiltunum var komið fyrir við fjölfarnar götur af útsendurum Zo-On Iceland. Myndbandi var hlaðið upp á Youtube sem sýndi mennina festa skiltin. Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira