Ari Trausti segist vilja vera ópólitískur forseti 12. júní 2012 06:00 Ari Trausti Guðmundsson Forsetaframbjóðendur heimsækja vinnustaði mikið um þessar mundir. Ari Trausti heimsótti Marel á dögunum og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Ari Trausti lagði þunga áherslu á hlutleysi í heimsókninni. Hann sagði mikilvægt að forseti tæki ekki afstöðu með eða á móti helstu þjóðmálum hverju sinni. „Mér dytti aldrei í hug að segja svona setningu eins og ég heyrði um daginn: Það þarf að vera samhljómur á milli utanríkisstefnu forsetans og utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Svona talar ekki forseti Íslands, þetta er ekki hans hlutverk," sagði Ari Trausti, í yfirfullum matsal Marel, en um þrjú hundruð manns hlustuðu á frambjóðandann. Ari Trausti ræddi einnig hvernig honum fyndist að forsetinn ætti að láta sig mál líðandi stundar varða. „Forsetinn tekur þátt í samfélagsumræðunni af miklum krafti, en hann er ekki maðurinn sem segir já eða nei. Hann er maðurinn sem segir þetta eru rök með, þetta eru rök á móti. Við getum sagt að hann sé eins konar umræðustjóri sem lyftir samræðu í landinu, og þar með óbeint pólitískri þróun, upp á skynsamlegra plan en verið hefur." Hjá Marel sagði Ari Trausti mikilvægt að forseti héldi trausti almennings. „Þessi þjóðkjörni trúnaðarmaður verður að halda trausti þeirra sem kusu hann og vinna traust þeirra sem ekki kusu hann." Ari Trausti sagði leiðina að trausti þjóðarinnar skýra. „Þetta þýðir að forsetinn verður í fyrsta lagi að fylgja stjórnarskránni án þess að vera að leita að smugum á henni, til þess að komast hjá ákvæðum hennar eða túlka þau á sinn máta. Og ástæðan er einföld, ef hann gerði það, væri hann orðinn að eins manns pólitískum flokki. Ég hef ekki mótað mér stefnu í öllum þjóðmálum, af því að ég tel það vera hlutverk pólitísku flokkanna." Ari Trausti sagðist þó ekki efast um málskotsréttinn. „Ég get alveg lofað ykkur því að hann er virkur og forseti Íslands beitir honum sé þess þörf, ef þið hafið áhyggjur af því að sá sem hér stendur myndi ekki þora það." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Ari Trausti lagði þunga áherslu á hlutleysi í heimsókninni. Hann sagði mikilvægt að forseti tæki ekki afstöðu með eða á móti helstu þjóðmálum hverju sinni. „Mér dytti aldrei í hug að segja svona setningu eins og ég heyrði um daginn: Það þarf að vera samhljómur á milli utanríkisstefnu forsetans og utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Svona talar ekki forseti Íslands, þetta er ekki hans hlutverk," sagði Ari Trausti, í yfirfullum matsal Marel, en um þrjú hundruð manns hlustuðu á frambjóðandann. Ari Trausti ræddi einnig hvernig honum fyndist að forsetinn ætti að láta sig mál líðandi stundar varða. „Forsetinn tekur þátt í samfélagsumræðunni af miklum krafti, en hann er ekki maðurinn sem segir já eða nei. Hann er maðurinn sem segir þetta eru rök með, þetta eru rök á móti. Við getum sagt að hann sé eins konar umræðustjóri sem lyftir samræðu í landinu, og þar með óbeint pólitískri þróun, upp á skynsamlegra plan en verið hefur." Hjá Marel sagði Ari Trausti mikilvægt að forseti héldi trausti almennings. „Þessi þjóðkjörni trúnaðarmaður verður að halda trausti þeirra sem kusu hann og vinna traust þeirra sem ekki kusu hann." Ari Trausti sagði leiðina að trausti þjóðarinnar skýra. „Þetta þýðir að forsetinn verður í fyrsta lagi að fylgja stjórnarskránni án þess að vera að leita að smugum á henni, til þess að komast hjá ákvæðum hennar eða túlka þau á sinn máta. Og ástæðan er einföld, ef hann gerði það, væri hann orðinn að eins manns pólitískum flokki. Ég hef ekki mótað mér stefnu í öllum þjóðmálum, af því að ég tel það vera hlutverk pólitísku flokkanna." Ari Trausti sagðist þó ekki efast um málskotsréttinn. „Ég get alveg lofað ykkur því að hann er virkur og forseti Íslands beitir honum sé þess þörf, ef þið hafið áhyggjur af því að sá sem hér stendur myndi ekki þora það." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira