Kennir að segja sögu með mynd 2. júní 2012 08:30 Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir kemur heim í lok júlí og ætlar að deila ljósmyndaþekkingu sinni í fyrsta sinn á Lunga-listahátíðinni. „Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira