Múgsefjun notar kirkjuorgel á nýrri plötu 1. júní 2012 10:00 Ný plata hljómsveitarinnar Múgsefjunar er með meira af rokki og róli en sú síðasta og minna af harmonikku og kassagítar. Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008. Sveinn Ingi Reynisson harmonikkuspilari, hljómborðsleikari og söngvari hljómsveitarinnar segir nýju plötuna á margan hátt ólíka þeirri síðustu. „Það er aðeins meira rokk og ról á þessari plötu og minna um harmonikku og kassagítar. Hún er að vissu leyti tilraunakenndari því við notust töluvert við kirkjuorgel sem er nýlenda í poppinu,“ segir hann. Þrjú lög af plötunni eru þegar komin í útvarpsspilun og hafa fengið góð viðbrögð en platan hefur verið í vinnslu í þrjú ár. „Góðir hlutir gerast hægt hjá okkur í Múgsefjun en við erum allir í vinnu og námi og höfum því takmarkaðan tíma til að hella okkur í tónlistina,“ segir Sveinn Ingi. Strákarnir munu fagna útgáfunni með tónleikum í Fríkirkjunni 21. júní. „Þetta verða veglegir tónleikar sem enginn má láta framhjá sér fara. Við munum notast við orgelið í kirkjunni og umlykja áheyrendur úr öllum áttum,“ segir Sveinn Ingi. Múgsefjun hefur verið starfandi í einhverri mynd frá árinu 2004 en hefur haldist óbreytt frá því að síðasta plata kom út. Auk Sveins skipa hljómsveitina Björn Heiðar Jónsson, Brynjar Páll Björnsson, Eiríkur Fannar Torfason og Hjalti Þorkelsson. Hægt er að nálgast plötuna á síðunum tonlist.is, gogoyoko.com og mugsefjun.is. - trs Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008. Sveinn Ingi Reynisson harmonikkuspilari, hljómborðsleikari og söngvari hljómsveitarinnar segir nýju plötuna á margan hátt ólíka þeirri síðustu. „Það er aðeins meira rokk og ról á þessari plötu og minna um harmonikku og kassagítar. Hún er að vissu leyti tilraunakenndari því við notust töluvert við kirkjuorgel sem er nýlenda í poppinu,“ segir hann. Þrjú lög af plötunni eru þegar komin í útvarpsspilun og hafa fengið góð viðbrögð en platan hefur verið í vinnslu í þrjú ár. „Góðir hlutir gerast hægt hjá okkur í Múgsefjun en við erum allir í vinnu og námi og höfum því takmarkaðan tíma til að hella okkur í tónlistina,“ segir Sveinn Ingi. Strákarnir munu fagna útgáfunni með tónleikum í Fríkirkjunni 21. júní. „Þetta verða veglegir tónleikar sem enginn má láta framhjá sér fara. Við munum notast við orgelið í kirkjunni og umlykja áheyrendur úr öllum áttum,“ segir Sveinn Ingi. Múgsefjun hefur verið starfandi í einhverri mynd frá árinu 2004 en hefur haldist óbreytt frá því að síðasta plata kom út. Auk Sveins skipa hljómsveitina Björn Heiðar Jónsson, Brynjar Páll Björnsson, Eiríkur Fannar Torfason og Hjalti Þorkelsson. Hægt er að nálgast plötuna á síðunum tonlist.is, gogoyoko.com og mugsefjun.is. - trs
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira