Múgsefjun notar kirkjuorgel á nýrri plötu 1. júní 2012 10:00 Ný plata hljómsveitarinnar Múgsefjunar er með meira af rokki og róli en sú síðasta og minna af harmonikku og kassagítar. Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008. Sveinn Ingi Reynisson harmonikkuspilari, hljómborðsleikari og söngvari hljómsveitarinnar segir nýju plötuna á margan hátt ólíka þeirri síðustu. „Það er aðeins meira rokk og ról á þessari plötu og minna um harmonikku og kassagítar. Hún er að vissu leyti tilraunakenndari því við notust töluvert við kirkjuorgel sem er nýlenda í poppinu,“ segir hann. Þrjú lög af plötunni eru þegar komin í útvarpsspilun og hafa fengið góð viðbrögð en platan hefur verið í vinnslu í þrjú ár. „Góðir hlutir gerast hægt hjá okkur í Múgsefjun en við erum allir í vinnu og námi og höfum því takmarkaðan tíma til að hella okkur í tónlistina,“ segir Sveinn Ingi. Strákarnir munu fagna útgáfunni með tónleikum í Fríkirkjunni 21. júní. „Þetta verða veglegir tónleikar sem enginn má láta framhjá sér fara. Við munum notast við orgelið í kirkjunni og umlykja áheyrendur úr öllum áttum,“ segir Sveinn Ingi. Múgsefjun hefur verið starfandi í einhverri mynd frá árinu 2004 en hefur haldist óbreytt frá því að síðasta plata kom út. Auk Sveins skipa hljómsveitina Björn Heiðar Jónsson, Brynjar Páll Björnsson, Eiríkur Fannar Torfason og Hjalti Þorkelsson. Hægt er að nálgast plötuna á síðunum tonlist.is, gogoyoko.com og mugsefjun.is. - trs Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008. Sveinn Ingi Reynisson harmonikkuspilari, hljómborðsleikari og söngvari hljómsveitarinnar segir nýju plötuna á margan hátt ólíka þeirri síðustu. „Það er aðeins meira rokk og ról á þessari plötu og minna um harmonikku og kassagítar. Hún er að vissu leyti tilraunakenndari því við notust töluvert við kirkjuorgel sem er nýlenda í poppinu,“ segir hann. Þrjú lög af plötunni eru þegar komin í útvarpsspilun og hafa fengið góð viðbrögð en platan hefur verið í vinnslu í þrjú ár. „Góðir hlutir gerast hægt hjá okkur í Múgsefjun en við erum allir í vinnu og námi og höfum því takmarkaðan tíma til að hella okkur í tónlistina,“ segir Sveinn Ingi. Strákarnir munu fagna útgáfunni með tónleikum í Fríkirkjunni 21. júní. „Þetta verða veglegir tónleikar sem enginn má láta framhjá sér fara. Við munum notast við orgelið í kirkjunni og umlykja áheyrendur úr öllum áttum,“ segir Sveinn Ingi. Múgsefjun hefur verið starfandi í einhverri mynd frá árinu 2004 en hefur haldist óbreytt frá því að síðasta plata kom út. Auk Sveins skipa hljómsveitina Björn Heiðar Jónsson, Brynjar Páll Björnsson, Eiríkur Fannar Torfason og Hjalti Þorkelsson. Hægt er að nálgast plötuna á síðunum tonlist.is, gogoyoko.com og mugsefjun.is. - trs
Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira