Milljarðatugir fólgnir í þara 31. maí 2012 07:00 Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Hörður G. Kristinsson, sviðs- og rannsóknastjóri Matís, segir að stofnunin sé þegar búin að stunda rannsóknir á möguleikum þörungaiðnaðar í ýmsu samhengi. „Þetta er gullpottur sem við sitjum á án þess að gefa honum gaum. Matís hefur rannsakað aðferðir til að vinna virk efni úr þörungum lengi og við erum komin á það stig að við gætum hafið framleiðslu." Hörður segir að til þess að koma iðnaði á koppinn þurfi tvennt: Fjárfesta til að nýta þá þekkingu sem er fyrirliggjandi og hins vegar rannsókna- og þróunarfé. „Ég vil að gerð verði nýtingaráætlun byggð á hugsun um sjálfbærni; að gert verði átak líkt og í fiskiðnaði," segir Hörður. Mikið er til af hráefni hér á landi og það er lítið nýtt. Núna er það aðeins Þörungaverksmiðjan sem nýtir þang og fáeinir einkaaðilar sem þurrka þang til manneldis. Þá hefur Bláa lónið náð eftirtektarverðum árangri við að nýta þörunga í snyrtivörur. Hörður segir að bæta megi þörungum í matvæli til að gera þau næringarríkari og bragðbetri. Þörungar eru notaðir í fæðubótarefni, eins og Frakkar og Írar hafa gert. Norðmenn sjá þörunga í samhengi við framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Tækifæri okkar hérna á Íslandi eru fjölbreyttari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru. Þangið okkar býr við erfið skilyrði og hefur þróað með sér efni sem hægt er að nota í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin sem eru eftirsóknarverð eru í stuttu máli í meiri styrk en annars staðar. Það vekur áhuga erlendis frá en eftirspurn eftir þessum vörum er miklum mun meiri en framboðið á heimsvísu," segir Hörður. Þegar hafa erlend fyrirtæki lýst yfir áhuga við Matís á að nýta ódýra orku til framleiðslu í stórum stíl á smáþörungum í gróðurhúsum. „Það eru ákveðnir þörungar sem eru fullir af mjög dýrum efnum og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verðum við komin með til landsins nokkur erlend fyrirtæki í þessari framleiðslu, enda getum við alltaf bent á að við þessa framleiðslu sé nýtt græn orka. Við það getur ekkert annað land keppt." Þörungaiðnaður er mannaflsfrekur á öllum stigum framleiðslu, og krefst jafnt menntaðs og ómenntaðs starfsfólks. - shá Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Hörður G. Kristinsson, sviðs- og rannsóknastjóri Matís, segir að stofnunin sé þegar búin að stunda rannsóknir á möguleikum þörungaiðnaðar í ýmsu samhengi. „Þetta er gullpottur sem við sitjum á án þess að gefa honum gaum. Matís hefur rannsakað aðferðir til að vinna virk efni úr þörungum lengi og við erum komin á það stig að við gætum hafið framleiðslu." Hörður segir að til þess að koma iðnaði á koppinn þurfi tvennt: Fjárfesta til að nýta þá þekkingu sem er fyrirliggjandi og hins vegar rannsókna- og þróunarfé. „Ég vil að gerð verði nýtingaráætlun byggð á hugsun um sjálfbærni; að gert verði átak líkt og í fiskiðnaði," segir Hörður. Mikið er til af hráefni hér á landi og það er lítið nýtt. Núna er það aðeins Þörungaverksmiðjan sem nýtir þang og fáeinir einkaaðilar sem þurrka þang til manneldis. Þá hefur Bláa lónið náð eftirtektarverðum árangri við að nýta þörunga í snyrtivörur. Hörður segir að bæta megi þörungum í matvæli til að gera þau næringarríkari og bragðbetri. Þörungar eru notaðir í fæðubótarefni, eins og Frakkar og Írar hafa gert. Norðmenn sjá þörunga í samhengi við framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Tækifæri okkar hérna á Íslandi eru fjölbreyttari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru. Þangið okkar býr við erfið skilyrði og hefur þróað með sér efni sem hægt er að nota í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin sem eru eftirsóknarverð eru í stuttu máli í meiri styrk en annars staðar. Það vekur áhuga erlendis frá en eftirspurn eftir þessum vörum er miklum mun meiri en framboðið á heimsvísu," segir Hörður. Þegar hafa erlend fyrirtæki lýst yfir áhuga við Matís á að nýta ódýra orku til framleiðslu í stórum stíl á smáþörungum í gróðurhúsum. „Það eru ákveðnir þörungar sem eru fullir af mjög dýrum efnum og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verðum við komin með til landsins nokkur erlend fyrirtæki í þessari framleiðslu, enda getum við alltaf bent á að við þessa framleiðslu sé nýtt græn orka. Við það getur ekkert annað land keppt." Þörungaiðnaður er mannaflsfrekur á öllum stigum framleiðslu, og krefst jafnt menntaðs og ómenntaðs starfsfólks. - shá
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira