Þriggja ára áætlun skapar 4.000 störf 19. maí 2012 05:00 Kynning Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, unnið að fjárfestingaáætlun ríkisins. Hann kynnti verkefnið á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. Fréttablaðið/GVA Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira