Þriggja ára áætlun skapar 4.000 störf 19. maí 2012 05:00 Kynning Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, unnið að fjárfestingaáætlun ríkisins. Hann kynnti verkefnið á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. Fréttablaðið/GVA Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira