Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa 19. maí 2012 11:00 Óánægð Tinna og Marinó geta ekki sótt um barn vegna þess að þau komast ekki á nauðsynlegt námskeið á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Mynd/finnbogi Marinósson „Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
„Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira