Útsýnið stórkostlegt í fyrstu fjallgöngunni 19. maí 2012 14:00 Á tindi akrafjalls Viktor arkaði alla leið upp á topp Akrafjalls og skrifaði í gestabókina eins og sönnum fjallagörpum ber.mynd/Kristrún Dögg Marteinsdóttir Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira