Tannpínusjúklingar nútímans Ingimar Einarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin „Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?" Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug. Það vakti sömuleiðis athygli að þegar Stokkhólmsútibú alþjóðlegu ráðgjafastofunnar „The Boston Consulting Group" skilaði skýrslu sinni til velferðarráðherra haustið 2011 reyndist fjöldi tannlækna á íbúa vera meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Norrænn samanburðurÁrið 2007 réðst Norræna ráðherranefndin í rannsókn á gæðaþróun og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Þessi athugun náði m.a. til munn- og tannhirðu íbúa þessa heimshluta. Í skýrslu um niðurstöður hennar er að finna fróðlegar upplýsingar um ástandið í tannheilsumálum íslensku þjóðarinnar samanborið við stöðuna í grannlöndum okkar. Þar kemur fram, eins og sjá má á mynd 1, að tannheilsa 12 ára barna er mun lakari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aðrar mælingar og viðmið eins og SiC-viðmiðið eða „Significant Caries Index" segja sömu sögu um tannheilsu barna og unglinga. Tannheilsa aldraðra er heldur ekki góð. Samkvæmt norrænu rannsókninni voru 33% í aldurshópnum 65-74 ára með 20 eða fleiri heilar tennur árið 2007. Í Noregi er þetta hlutfall hæst eða 66%. Sviptingar í tannheilsuMynd 1.Tannheilsa þjóðarinnar var mjög bágborin langt fram eftir 20. öldinni. Halldór Laxness hélt því fram á þriðja áratugnum að tannpínusjúklingar væru stærsti flokkur landsins og undraðist að það skyldi látið viðgangast umtölulaust að stjórnarmeirihlutann skipuðu langþjáðir tannpínumenn. Um miðja öldina voru starfandi 25 tannlæknar í landinu og af þeim voru aðeins 3 starfandi utan suðvesturhornsins. Skólatannlækningar, sem hófust í Reykjavík 1922, efldust á 8. og 9. áratugnum og forvarnir fengu meira vægi í tannlæknaþjónustunni. Á síðustu áratugum aldarinnar var árangur íslenskrar tannheilbrigðisþjónustu orðinn sambærilegur við það sem best gerðist meðal norrænna þjóða. Árið 1996 var tannátustuðull (DMFT) 12 ára barna kominn niður í 1,5 og um aldamótin síðustu þótti því gerlegt að setja sér það markmið að hann yrði orðinn 1,0 árið 2010. Breytt skipulag tannlækninga ásamt breyttu mataræði og lífsháttum hefur orðið til þess að tannheilsa barna og unglinga fer nú þverrandi með hverju árinu sem líður. "Ábyrgð“ á herðar foreldraÍ kjölfar breyttrar löggjafar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1990 var foreldrum gert að greiða vaxandi hlut af kostnaði við tannlækningar barna. Álit Samkeppnisráðs árið 1996 um aðgerðir til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði skólatannlækna og einkatannlækna átti sömuleiðis sinn þátt í að skólatannlækningar liðu endanlega undir lok árið 2002. Stjórnvöldum bauðst tækifæri til að draga úr útgjöldum ríkisins vegna tannlækninga og tannlæknar, sem lítinn áhuga höfðu á samningsgerð, skelltu í góm og hafa síðan einbeitt sér að því að veita þeim þjónustu sem geta borgað fyrir hana. Það sem af er þessari öld hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og heilbrigðisyfirvalda um fjárframlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu. Fyrir utan samninga um forvarnarskoðanir á tönnum 3, 6 og 12 ára barna. Er nú svo komið að Íslendingar greiða sjálfir yfir 80% af tannlæknakostnaði úr eigin vasa. Sá þáttur heilbrigðiskerfisins sem snýr að tannlækningum getur því varla talist af félagslegum toga. Einfaldlega vegna þess að til þess að svo sé mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Kerfisbreytingar?Það er svo áleitin spurning hvort svipaðar eðlisbreytingar séu að eiga sér stað á öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins þegar litið er til þess hvað fólk með alvarleg heilsufarsvandmál er að greiða mikið úr eigin vasa fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það er líka freistandi að skilja tilboð um sjúkdómatryggingar dagsins sem eins konar birtingarmynd fyrir það sem hugsanlega gæti gerst í heilbrigðismálum á næstu misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðanir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin „Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?" Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug. Það vakti sömuleiðis athygli að þegar Stokkhólmsútibú alþjóðlegu ráðgjafastofunnar „The Boston Consulting Group" skilaði skýrslu sinni til velferðarráðherra haustið 2011 reyndist fjöldi tannlækna á íbúa vera meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Norrænn samanburðurÁrið 2007 réðst Norræna ráðherranefndin í rannsókn á gæðaþróun og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Þessi athugun náði m.a. til munn- og tannhirðu íbúa þessa heimshluta. Í skýrslu um niðurstöður hennar er að finna fróðlegar upplýsingar um ástandið í tannheilsumálum íslensku þjóðarinnar samanborið við stöðuna í grannlöndum okkar. Þar kemur fram, eins og sjá má á mynd 1, að tannheilsa 12 ára barna er mun lakari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aðrar mælingar og viðmið eins og SiC-viðmiðið eða „Significant Caries Index" segja sömu sögu um tannheilsu barna og unglinga. Tannheilsa aldraðra er heldur ekki góð. Samkvæmt norrænu rannsókninni voru 33% í aldurshópnum 65-74 ára með 20 eða fleiri heilar tennur árið 2007. Í Noregi er þetta hlutfall hæst eða 66%. Sviptingar í tannheilsuMynd 1.Tannheilsa þjóðarinnar var mjög bágborin langt fram eftir 20. öldinni. Halldór Laxness hélt því fram á þriðja áratugnum að tannpínusjúklingar væru stærsti flokkur landsins og undraðist að það skyldi látið viðgangast umtölulaust að stjórnarmeirihlutann skipuðu langþjáðir tannpínumenn. Um miðja öldina voru starfandi 25 tannlæknar í landinu og af þeim voru aðeins 3 starfandi utan suðvesturhornsins. Skólatannlækningar, sem hófust í Reykjavík 1922, efldust á 8. og 9. áratugnum og forvarnir fengu meira vægi í tannlæknaþjónustunni. Á síðustu áratugum aldarinnar var árangur íslenskrar tannheilbrigðisþjónustu orðinn sambærilegur við það sem best gerðist meðal norrænna þjóða. Árið 1996 var tannátustuðull (DMFT) 12 ára barna kominn niður í 1,5 og um aldamótin síðustu þótti því gerlegt að setja sér það markmið að hann yrði orðinn 1,0 árið 2010. Breytt skipulag tannlækninga ásamt breyttu mataræði og lífsháttum hefur orðið til þess að tannheilsa barna og unglinga fer nú þverrandi með hverju árinu sem líður. "Ábyrgð“ á herðar foreldraÍ kjölfar breyttrar löggjafar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1990 var foreldrum gert að greiða vaxandi hlut af kostnaði við tannlækningar barna. Álit Samkeppnisráðs árið 1996 um aðgerðir til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði skólatannlækna og einkatannlækna átti sömuleiðis sinn þátt í að skólatannlækningar liðu endanlega undir lok árið 2002. Stjórnvöldum bauðst tækifæri til að draga úr útgjöldum ríkisins vegna tannlækninga og tannlæknar, sem lítinn áhuga höfðu á samningsgerð, skelltu í góm og hafa síðan einbeitt sér að því að veita þeim þjónustu sem geta borgað fyrir hana. Það sem af er þessari öld hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og heilbrigðisyfirvalda um fjárframlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu. Fyrir utan samninga um forvarnarskoðanir á tönnum 3, 6 og 12 ára barna. Er nú svo komið að Íslendingar greiða sjálfir yfir 80% af tannlæknakostnaði úr eigin vasa. Sá þáttur heilbrigðiskerfisins sem snýr að tannlækningum getur því varla talist af félagslegum toga. Einfaldlega vegna þess að til þess að svo sé mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Kerfisbreytingar?Það er svo áleitin spurning hvort svipaðar eðlisbreytingar séu að eiga sér stað á öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins þegar litið er til þess hvað fólk með alvarleg heilsufarsvandmál er að greiða mikið úr eigin vasa fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það er líka freistandi að skilja tilboð um sjúkdómatryggingar dagsins sem eins konar birtingarmynd fyrir það sem hugsanlega gæti gerst í heilbrigðismálum á næstu misserum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar