Situr í varðhaldi og vill milljón frá ríkinu 16. maí 2012 10:30 Einar Marteinsson Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira