Ráðuneytið segir Deloitte falsa tölur 16. maí 2012 09:00 Löndun Í greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins segir að niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um afleiðingar veiðigjalds séu ekki marktækar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp
Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira