Forseti gæti tekið völdin af ríkisstjórn 15. maí 2012 08:00 Ólafur á blaðamannafundi Í grein sinni í Skírni segir Eiríkur að staðfestingarsynjun Ólafs Ragnars á lögum feli í sér mun virkari þátttöku í stjórnmálum landsins en fyrri forsetar töldu hæfa embættinu. Myndin er frá því að Ólafur Ragnar synjaði lögum um Icesave staðfestingar. fréttablaðið/vilhelm „Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn." Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Eiríkur segir núgildandi stjórnarskrá svo óskýra að innan marka hennar gæti forseti farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. „Skipist veður svo í lofti í íslensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið taldar formlegar og í raun í höndum ráðherra," segir í grein Eiríks. Dæmi um þetta segir hann meðal annars vera skipun ráðherra, veitingu opinberra embætta, útgáfu bráðabirgðalaga og gerð þjóðréttarsamninga við önnur ríki. „Þessi stjórnarskrárákvæði um forsetann eiga sér rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráðherra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig," segir Eiríkur. Hann segir tilurð forsetaembættisins hafa ráðist af þeim vanda sem við blasti við lýðveldistökuna árið 1944, þegar Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá, um það hvað ætti að gera við konunginn. Í nafni samstöðu hafi verið ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920. Hún var að uppistöðu byggð á dönsku stjórnarskránni, sem var nánast óbreytt frá lokum einveldisins um miðja nítjándu öld. Þar, líkt og í mörgum eldri stjórnarskrám sem urðu til við umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, voru konungar sagðir framkvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir gerðu í raun ekki lengur. „Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfðingjans." Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið komi að forseti sé sagður fara með ýmis völd sem í raun séu í höndum ráðherra. „Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt." Stjórnarskráin endurspegli því togstreitu nítjándu aldar á milli konungs og lýðræðislegra stjórnvalda. „Núgildandi stjórnarskrá er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki." thorunn@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
„Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn." Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Eiríkur segir núgildandi stjórnarskrá svo óskýra að innan marka hennar gæti forseti farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. „Skipist veður svo í lofti í íslensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið taldar formlegar og í raun í höndum ráðherra," segir í grein Eiríks. Dæmi um þetta segir hann meðal annars vera skipun ráðherra, veitingu opinberra embætta, útgáfu bráðabirgðalaga og gerð þjóðréttarsamninga við önnur ríki. „Þessi stjórnarskrárákvæði um forsetann eiga sér rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráðherra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig," segir Eiríkur. Hann segir tilurð forsetaembættisins hafa ráðist af þeim vanda sem við blasti við lýðveldistökuna árið 1944, þegar Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá, um það hvað ætti að gera við konunginn. Í nafni samstöðu hafi verið ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920. Hún var að uppistöðu byggð á dönsku stjórnarskránni, sem var nánast óbreytt frá lokum einveldisins um miðja nítjándu öld. Þar, líkt og í mörgum eldri stjórnarskrám sem urðu til við umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, voru konungar sagðir framkvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir gerðu í raun ekki lengur. „Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfðingjans." Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið komi að forseti sé sagður fara með ýmis völd sem í raun séu í höndum ráðherra. „Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt." Stjórnarskráin endurspegli því togstreitu nítjándu aldar á milli konungs og lýðræðislegra stjórnvalda. „Núgildandi stjórnarskrá er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki." thorunn@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira