Almenn niðurfærsla forsenda stuðnings 15. maí 2012 05:00 Samstarf Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, vilja verja ríkisstjórnina vantrausti verði gengið að kröfum Hreyfingarinnar í ákveðnum málaflokkum.Fréttablaðið/Vilhelm Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira