Glamúr, glimmer og skærir litir 11. maí 2012 09:00 Mæðgurnar Elísabet Guðmundsdóttir og Guðfinna Helga Þórðardóttir eru nýir eigendur Bianco í Kringlunni. myndir/valli Mæðgurnar Elísabet Guðmundsdóttir og Guðfinna Helga Þórðardóttir eru nýir eigendur skóbúðarinnar Bianco í Kringlunni. „Við erum á sama stað og áður en erum búnar að gera búðina algjörlega upp og breyttum henni mikið. Við erum komnar með nýjar vörur og ætlum að vera með mikið flæði í búðinni. Svo fáum við nýjar vörur á tveggja vikna fresti þannig að það verða alltaf einhverjar nýjungar," segir Elísabet. Bianco býður nú ekki einungis upp á skó heldur einnig töskur, skart og aðra fylgihluti. „Við erum með mikið úrval af skartgripum og töskum og alls kyns aðra fylgihluti svo sem naglalökk og fleira. Svo viljum við leggja áherslu á að Bianco er líka búð fyrir herra. Við erum með fallega herralínu og miðum alls ekki að einhverjum ákveðnum hópi. Hér ættu bæði karlmenn og konur á öllum aldri að geta fengið skó við sitt hæfi á sanngjörnu verði." Elísabet segir sumarið í skótískunni verða litríkt. „Það verða glamúrhælaskór og sumarsandalar og allt þar á milli. Háir hælar eru inni og fylltu hælarnir eru enn í gangi. Litirnir verða meðal annars skærir: bleikir, myntugrænir og bláir. Tískan verður mjög fjölbreytt og nánast allt í gangi." Elísabet hefur lengi unnið hjá Bianco og þekkir verslunarkeðjuna því vel. Þær mæðgur fóru til Danmerkur í skoðunarleiðangur þar sem þær litu á aðrar Bianco-verslanir áður en þær réðust í endurbæturnar á búðinni í Kringlunni. „Bianco er stór keðja verslana og því mikið að gerast og alltaf einhver þemu í gangi. Nú erum við að fara af stað með partýþema og verða ýmis skemmtilegheit í kringum það," segir Elísabet. Hún segir þær mæðgur fyrst og fremst leggja áherslu á góðar vörur, sanngjarnt verð, góðan anda og góða þjónustu." Heilsa Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Mæðgurnar Elísabet Guðmundsdóttir og Guðfinna Helga Þórðardóttir eru nýir eigendur skóbúðarinnar Bianco í Kringlunni. „Við erum á sama stað og áður en erum búnar að gera búðina algjörlega upp og breyttum henni mikið. Við erum komnar með nýjar vörur og ætlum að vera með mikið flæði í búðinni. Svo fáum við nýjar vörur á tveggja vikna fresti þannig að það verða alltaf einhverjar nýjungar," segir Elísabet. Bianco býður nú ekki einungis upp á skó heldur einnig töskur, skart og aðra fylgihluti. „Við erum með mikið úrval af skartgripum og töskum og alls kyns aðra fylgihluti svo sem naglalökk og fleira. Svo viljum við leggja áherslu á að Bianco er líka búð fyrir herra. Við erum með fallega herralínu og miðum alls ekki að einhverjum ákveðnum hópi. Hér ættu bæði karlmenn og konur á öllum aldri að geta fengið skó við sitt hæfi á sanngjörnu verði." Elísabet segir sumarið í skótískunni verða litríkt. „Það verða glamúrhælaskór og sumarsandalar og allt þar á milli. Háir hælar eru inni og fylltu hælarnir eru enn í gangi. Litirnir verða meðal annars skærir: bleikir, myntugrænir og bláir. Tískan verður mjög fjölbreytt og nánast allt í gangi." Elísabet hefur lengi unnið hjá Bianco og þekkir verslunarkeðjuna því vel. Þær mæðgur fóru til Danmerkur í skoðunarleiðangur þar sem þær litu á aðrar Bianco-verslanir áður en þær réðust í endurbæturnar á búðinni í Kringlunni. „Bianco er stór keðja verslana og því mikið að gerast og alltaf einhver þemu í gangi. Nú erum við að fara af stað með partýþema og verða ýmis skemmtilegheit í kringum það," segir Elísabet. Hún segir þær mæðgur fyrst og fremst leggja áherslu á góðar vörur, sanngjarnt verð, góðan anda og góða þjónustu."
Heilsa Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira