Kínamál Einar Benediktsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Nýafstaðin heimsókn forsætisráðherra Kína, Wen Jiabo, er til marks um að risaveldið leggur sig mjög í framkróka um nánari tengsl við Ísland. Þar ræður landlega Íslands við Norðurskautið. Kínverski forsætisráðherrann heimsækir Ísland fyrst á leið sinni til Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands sem staðfestingu þess, að Kínverjar líta svo á að aðild að Norðurskautsráðinu skipi smáríkinu Íslandi í flokk með hinum stærri. Vinátta er mjög misnotað orð af Íslendingum um alþjóðasamskipti. Varðandi Kína rekum við okkur á hinn hrikalega stærðarmun en það er þó ekki mergurinn málsins. Vinsamleg tengsl þjóða og náið samstarf er milli þeirra sem hafa sömu hagsmuna að gæta og umfram allt aðhyllast sömu þjóðfélagsgildi. Mannréttindi vestrænnar menningar eru þar efst á blaði. Um Kína og Ísland þarf ekki að fjölyrða hvað þetta snertir. Enda tókum við Dalai Lama opnum örmum og styðjum réttindabaráttu Tíbetbúa í óþökk Alþýðulýðveldisins Kína. Við stöndum með kínverskum andófsmönnum, nú síðast Chen Guangeng hins blinda, sem hafði leitað hælis í ameríska sendiráðinu í Beijing. Opnun nýrra siglingaleiða um heimskautið styttir siglingaleið Kínverja til Evrópuhafna um þúsundir kílómetra. Annað mál er að undir íshellunni er á hafsbotni svæðisins verulegur hluti alls ónýtts heimsforða olíu og jarðgass. Kína á ekki tilkall til neins nýtingarréttar þeirra auðæfa samkvæmt ákvæðum Hafréttarsáttmálans að skilningi Íslendinga og annarra aðila að Norðurskautsráðinu. Aðalatriði eru réttindi strandríkis til hafsbotns utan efnahagslögsögunar sem er land- og jarðfræðilegur hluti af landgrunni þess. Eru Kínverjar ásáttir við þessa grundvallarskoðun og þar af leiðandi stefnu aðildarríkja Norðurskautsráðins? Skipaferðir þeirra við Ísland um norð-austur heimskautsleiðina geta orðið feikimiklar. Megi þeir sem aðrir sigla þann sjó í friði, svo fremi að ýtrustu kröfum okkar um öryggi og mengunarvarnir sé framfylgt. Hafréttarsáttmáli SÞ kveður á um réttindi strandríkis gagnvart siglingafrelsi annarra innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Kínverjar halda uppi sértúlkun sér í hag á gr. 58-1 þess sáttmála, sem gefur tilefni til að spyrja hvað þeir meina með því að þeir muni fara eftir ákvæðum Hafréttarsáttmálans við Norðurskautið. Svo er að skilja að Kínverjar hafi seilst eftir umráðum yfir umskipunarhöfn vegna gámaflutninga í Norður Noregi. Hætt var við tilraunir við Norðmenn um hafnaraðstöðu af pólitískum árekstri vegna afhendingar friðarverðlauna Nóbels 2010 til Kínverjans Liu Xiaobo, aðgerðarsinna og rithöfundar. Norðmenn lentu með öðrum orðum á sama svarta listanum og Liu. Norðaustanlands hér ætti staðsetning kínverskrar hafnaraðstöðu að vera jafn gagnleg og í Noregi. Og enn meira mál væri að koma upp olíumóttökuhöfn á sömu slóðum þegar og ef olíuvinnsla verður á Jan Mayen svæðinu, sameign okkar við Norðmenn. Annars verður endastöð leiðarinnar frá Kína til Evrópu í Piraeus, hafnarborg Grikklands, en þar hefur skipafélagið China Ocean Shipping Company, eða Cosco, leigt hina miklu gámahöfn til 35 ára fyrir 5 milljarða dollara. Ekki fer gott orð af Kínverjum þar um slóðir. Í Piraeus, nú uppnefnt Chinatown, gildi ekki grísk lög eða kjarasamningar. Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri. Ef það er satt sem sagt er, að kínverskir útrásarmenn séu öðrum óbilgjarnari, hafa Íslendingar dregið eitt trompið úr því liði í persónu þessa manns. Þann 4. maí hélt hann uppi ávirðingum frá Beijing á íslenskan ráðherra sem hefur vogað sér að vera honum andsnúinn. Hann var í kínverska alheimssjónvarpinu cctv.news samdægurs og gumaði yfir að hafa haft innanríkisráðherrann undir með samningi sem hann nú hefði fengið. Það er fáheyrð framkoma útlendings í garð stjórnvalda landsins. Af hverju laug hann því að samningur sem iðnaðarráðuneytið mælir með sé til 99 ára? Áform Huangs Nubo um byggingu mannvirkja á Grímsstöðum fram til ársins 2062, skv. 40 ára samningi, gætu verið bakland umskipunar-olíuhafnar norðarlega á Austfjörðum. Hver veit? Myndi gistiaðstaða á þessum óvistlega stað fyrir golfvöll, ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef með þarf? Væri ekki rétt að fara hægt í sakirnar að Grímsstaðir á Fjöllum verði ekki Chinatown í Norðurþingi? Um þessi mál er og verður deilt. Hvað um þá málamiðlun að Huang Nubo fái, ef hann vill, lóð á Grímstöðum til að byggja þar hótel/ráðstefnustað? Gott mál væri líka aðsetur þar fyrir rannsóknarstöð þá um norðurljósin sem nýverið var samið um sem sameiginlegt áhugaefni. Annað væri ráðstefnuhald t.d. við hina risavöxnu Heimskautastofnun Kína, sem Egill Þór Nielsson, starfsmaður hennar, kynnti í afar áhugaverðum fyrirlestri. Stofnunin sem er í Shanghai virðist slaga upp í alla stjórnsýslu Íslands. Samvinnu við Kína hérlendis sem tengist einhverjum óljósum eigna- eða leiguyfirráðum þeirra á íslensku landsvæði ætti alveg að útiloka. Slíkt er meira mál en aðilar á sveitastjórnarstigi og lögfræðingar iðnaðarráðuneytisins eigi að greina. Um er að ræða grundvallaratriði utanríkisstefnu Íslands í samskiptum við erlend ríki og í þessu tilviki það viðkvæma atriði, að allar langtíma fyrirætlanir kínverskra stjórnvalda eru duldar og óþekktar. Langtíma yfirráð Kínverja á íslensku landsvæði væri fáránleg ráðstöfun. Annað mál er að kínversk fyrirtæki eru velkomnir þátttakendur í íslenskri stóriðju á sama grundvelli íslenskra laga og aðrir erlendir fjárfestar og á það að sjálfsögðu við um ströng dvalar- og búsetuleyfi. Þá er hinn mikli kínverski markaður afar áhugaverður fyrir íslenska útflutningsframleiðslu og við þakklátir hvers kyns samvinnu í þeim efnum. Hin ágæta Íslandsstofa spyr: Viltu eiga viðskipti í Kína? Og svarið er sjálfgefið JÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nýafstaðin heimsókn forsætisráðherra Kína, Wen Jiabo, er til marks um að risaveldið leggur sig mjög í framkróka um nánari tengsl við Ísland. Þar ræður landlega Íslands við Norðurskautið. Kínverski forsætisráðherrann heimsækir Ísland fyrst á leið sinni til Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands sem staðfestingu þess, að Kínverjar líta svo á að aðild að Norðurskautsráðinu skipi smáríkinu Íslandi í flokk með hinum stærri. Vinátta er mjög misnotað orð af Íslendingum um alþjóðasamskipti. Varðandi Kína rekum við okkur á hinn hrikalega stærðarmun en það er þó ekki mergurinn málsins. Vinsamleg tengsl þjóða og náið samstarf er milli þeirra sem hafa sömu hagsmuna að gæta og umfram allt aðhyllast sömu þjóðfélagsgildi. Mannréttindi vestrænnar menningar eru þar efst á blaði. Um Kína og Ísland þarf ekki að fjölyrða hvað þetta snertir. Enda tókum við Dalai Lama opnum örmum og styðjum réttindabaráttu Tíbetbúa í óþökk Alþýðulýðveldisins Kína. Við stöndum með kínverskum andófsmönnum, nú síðast Chen Guangeng hins blinda, sem hafði leitað hælis í ameríska sendiráðinu í Beijing. Opnun nýrra siglingaleiða um heimskautið styttir siglingaleið Kínverja til Evrópuhafna um þúsundir kílómetra. Annað mál er að undir íshellunni er á hafsbotni svæðisins verulegur hluti alls ónýtts heimsforða olíu og jarðgass. Kína á ekki tilkall til neins nýtingarréttar þeirra auðæfa samkvæmt ákvæðum Hafréttarsáttmálans að skilningi Íslendinga og annarra aðila að Norðurskautsráðinu. Aðalatriði eru réttindi strandríkis til hafsbotns utan efnahagslögsögunar sem er land- og jarðfræðilegur hluti af landgrunni þess. Eru Kínverjar ásáttir við þessa grundvallarskoðun og þar af leiðandi stefnu aðildarríkja Norðurskautsráðins? Skipaferðir þeirra við Ísland um norð-austur heimskautsleiðina geta orðið feikimiklar. Megi þeir sem aðrir sigla þann sjó í friði, svo fremi að ýtrustu kröfum okkar um öryggi og mengunarvarnir sé framfylgt. Hafréttarsáttmáli SÞ kveður á um réttindi strandríkis gagnvart siglingafrelsi annarra innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Kínverjar halda uppi sértúlkun sér í hag á gr. 58-1 þess sáttmála, sem gefur tilefni til að spyrja hvað þeir meina með því að þeir muni fara eftir ákvæðum Hafréttarsáttmálans við Norðurskautið. Svo er að skilja að Kínverjar hafi seilst eftir umráðum yfir umskipunarhöfn vegna gámaflutninga í Norður Noregi. Hætt var við tilraunir við Norðmenn um hafnaraðstöðu af pólitískum árekstri vegna afhendingar friðarverðlauna Nóbels 2010 til Kínverjans Liu Xiaobo, aðgerðarsinna og rithöfundar. Norðmenn lentu með öðrum orðum á sama svarta listanum og Liu. Norðaustanlands hér ætti staðsetning kínverskrar hafnaraðstöðu að vera jafn gagnleg og í Noregi. Og enn meira mál væri að koma upp olíumóttökuhöfn á sömu slóðum þegar og ef olíuvinnsla verður á Jan Mayen svæðinu, sameign okkar við Norðmenn. Annars verður endastöð leiðarinnar frá Kína til Evrópu í Piraeus, hafnarborg Grikklands, en þar hefur skipafélagið China Ocean Shipping Company, eða Cosco, leigt hina miklu gámahöfn til 35 ára fyrir 5 milljarða dollara. Ekki fer gott orð af Kínverjum þar um slóðir. Í Piraeus, nú uppnefnt Chinatown, gildi ekki grísk lög eða kjarasamningar. Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri. Ef það er satt sem sagt er, að kínverskir útrásarmenn séu öðrum óbilgjarnari, hafa Íslendingar dregið eitt trompið úr því liði í persónu þessa manns. Þann 4. maí hélt hann uppi ávirðingum frá Beijing á íslenskan ráðherra sem hefur vogað sér að vera honum andsnúinn. Hann var í kínverska alheimssjónvarpinu cctv.news samdægurs og gumaði yfir að hafa haft innanríkisráðherrann undir með samningi sem hann nú hefði fengið. Það er fáheyrð framkoma útlendings í garð stjórnvalda landsins. Af hverju laug hann því að samningur sem iðnaðarráðuneytið mælir með sé til 99 ára? Áform Huangs Nubo um byggingu mannvirkja á Grímsstöðum fram til ársins 2062, skv. 40 ára samningi, gætu verið bakland umskipunar-olíuhafnar norðarlega á Austfjörðum. Hver veit? Myndi gistiaðstaða á þessum óvistlega stað fyrir golfvöll, ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef með þarf? Væri ekki rétt að fara hægt í sakirnar að Grímsstaðir á Fjöllum verði ekki Chinatown í Norðurþingi? Um þessi mál er og verður deilt. Hvað um þá málamiðlun að Huang Nubo fái, ef hann vill, lóð á Grímstöðum til að byggja þar hótel/ráðstefnustað? Gott mál væri líka aðsetur þar fyrir rannsóknarstöð þá um norðurljósin sem nýverið var samið um sem sameiginlegt áhugaefni. Annað væri ráðstefnuhald t.d. við hina risavöxnu Heimskautastofnun Kína, sem Egill Þór Nielsson, starfsmaður hennar, kynnti í afar áhugaverðum fyrirlestri. Stofnunin sem er í Shanghai virðist slaga upp í alla stjórnsýslu Íslands. Samvinnu við Kína hérlendis sem tengist einhverjum óljósum eigna- eða leiguyfirráðum þeirra á íslensku landsvæði ætti alveg að útiloka. Slíkt er meira mál en aðilar á sveitastjórnarstigi og lögfræðingar iðnaðarráðuneytisins eigi að greina. Um er að ræða grundvallaratriði utanríkisstefnu Íslands í samskiptum við erlend ríki og í þessu tilviki það viðkvæma atriði, að allar langtíma fyrirætlanir kínverskra stjórnvalda eru duldar og óþekktar. Langtíma yfirráð Kínverja á íslensku landsvæði væri fáránleg ráðstöfun. Annað mál er að kínversk fyrirtæki eru velkomnir þátttakendur í íslenskri stóriðju á sama grundvelli íslenskra laga og aðrir erlendir fjárfestar og á það að sjálfsögðu við um ströng dvalar- og búsetuleyfi. Þá er hinn mikli kínverski markaður afar áhugaverður fyrir íslenska útflutningsframleiðslu og við þakklátir hvers kyns samvinnu í þeim efnum. Hin ágæta Íslandsstofa spyr: Viltu eiga viðskipti í Kína? Og svarið er sjálfgefið JÁ.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar