Ósagðar Íslendingasögur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. maí 2012 09:00 Það var viðtal við Baltasar í Fréttatímanum þar sem hann segir frá áformum um glæpaþætti í Ríkisútvarpinu sem á víst að taka upp á Seyðisfirði og munu vera í anda dönsku þáttanna Forbrydelsen og amerískrar endurgerðar þeirra þátta, The Killing. Þættirnir á Seyðisfirði ganga undir nafninu „Trapped". Það er ánægjulegt að Baltasar skuli enn vilja starfa hér á landi og vinna áfram með þeim snjalla handritshöfundi Ólafi Egilssyni en samstarf þeirra gat meðal annars af sér Brúðkaupið, þá indælu mynd þar sem Tsékov er settur niður í Flatey á Breiðafirði sem auðvitað blasir við að gera – svona eftir á að hyggja. Baltasar fylgir náttúrlega sínum hugboðum sem hingað til hafa reynst honum nær óbrigðul. Óskandi er að þetta verði góðir og skemmtilegir þættir og ekki alltof mikið „í anda The Killing" heldur meira í anda Seyðisfjarðar sem hefur einmitt mjög sérstaka töfra. Til þess er sjónvarpið: að spegla samfélagið okkar frekar en að vera eins og dubbun á þessum amerísku þáttum sem við getum séð þúsundum saman á viku og eru allir einhvern veginn eins, vegna þess að þeir endurspegla eins veruleika, eins samfélag. Þá verða karakterarnir kunnuglegir – þessi og þessi týpa – en ekki úr samfélaginu sjálfu heldur úr amerísku þáttunum. En til hvers að gera slíka þætti þegar Ameríkanarnir gera þá miklu betur? Hlutverk RÚVRíkissjónvarpið hefur staðið sig vel að undanförnu í gerð heimildarmynda – og nú síðast er Pétur Gunnarsson farinn að leiða okkur inn í 18. öldina, sem ber að þakka sérstaklega. Við höfum líka fengið að sjá þætti Stephens Fry um tungumálin í heiminum, sem sum hver eru töluð af sárafáum og eiga í vök að verjast í alþjóðavæðingunni. Meðal annars kom hann í afskekkta byggð á Írlandi þar sem menn tala enn sína írsku af þrákelkni einfaldlega vegna þess að heimurinn er fallegri ef það tungumál fær að lifa. Viðmælendur Frys voru nokkuð brattir: það hefur að sögn gengið vel hin seinni ár að varðveita og útbreiða gelískuna gömlu. Meðal þess sem gefist hefur vel að nota er sjónvarpið. Eitt það fyrsta sem mönnum þar um slóðir datt í hug að gera var að búa til leikna þætti úr þessu málsamfélagi þar sem koma fyrir smásögur og hversdagsdrömu hins almenna manns og er miðja frásagnarinnar – nema hvað – krá í miðjum bænum. Líklega myndi slík miðja í íslenskum þáttum af því tagi vera sjoppan eða bensínstöðin. Sambærilegir þættir eru gerðir út um allan heim – við höfum séð ótal þætti hér um sérviskulega lækna eða dramatíska hótelhaldara í litlum samfélögum – þetta eru norskir þættir, enskir, danskir og þannig mætti lengi telja, og þeir eiga það sammerkt að aðstandendum þeirra stendur hjartanlega á sama um það hvort þeir þykja púkalegir. Það er öllum samfélögum nauðsyn að geta séð sig í sjónvarpinu, í leikinni sögu, en ekki bara í viðtölum eins og hér tíðkast. Þetta er spegill handa alþýðufólki – „venjulega fólkinu", og ríkisstöðvar hér og þar líta á það sem menningarlega skyldu sína að búa til slíkt leikið efni. En ekki hér. Eitthvað er að hjá Ríkisútvarpinu þegar kemur að leiknu efni: þar hefur Stöð tvö staðið sig margfalt betur síðan hún kom til, verið áræðnari og hugkvæmari, faglegri í mati sínu á gæðum efnis og hreinlega meðvitaðri um skyldur sínar gagnvart íslenskum áhorfendum og íslenskri menningu. Auðvitað kann eitt og annað að hafa lukkast prýðilega en þegar maður lítur yfir sögu sjónvarpsins frá 1966 er það sláandi hversu illa stofnunin hefur staðið sig í framleiðslu á leiknu efni handa íslenskri þjóð að spegla sig í og er þá Spaugstofan sérstaklega undanskilin. Í SkrugguvíkEkki kann ég skýringar á þessu. Kannski ræður þarna einhver kúltúr sem orðið hefur til snemma innan stofnunarinnar; kannski hefur starfið verið ómarkvisst fálm og alltaf verið að byrja upp á nýtt. Kannski vantar sjálfstraustið. Og kannski vantar hreinlega áhugann. Hitt held ég að megi fullyrða: að áhugann vantar ekki hjá almenningi. Við bíðum öll eftir þáttaröðinni sem gerist í Skrugguvík og fjallar um ung hjón sem taka að sér skólastjórn/ nýjan héraðslækni nýkominn úr áfengismeðferð og erfiðleika hans við að samlagast samfélaginu/ presthjónin á brún hjónaskilnaðar/ hestamannamótið / elliheimilið / áhöfnina á togaranum – sem sagt eitthvað sem á sér fyrirmynd í raunverulegu íslensku samfélagi – fremur en til dæmis bandarískum spennuþáttum byggðum á dönskum spennuþáttum – og vinnur úr því á tiltekinn hátt. Að ógleymdu öllu sagnfræðilega efninu sem bíður óbætt hjá garði og gömlu íslensku skáldsögunum sem gera mætti frábærar seríur upp úr. Ég ætla ekki einu sinni að minnast einu sinni enn á Dalalíf. Íslendinga sögur okkar daga eru ósagðar í sjónvarpinu. Og hvað sem þeir segja sumir: Íslendingar eru sagnaþjóð, fólk sem skynjar sig og samferðafólk sitt gegnum sögur. Allt iðar hér af sögum, skrifuðum og óskrifuðum, sögðum og ósögðum. Það er skylda Ríkisútvarpsins að taka þátt í því að segja Íslendinga sögur okkar daga, á þann hátt sem hin leikna saga ein getur gert – og gera það almennilega. Kannski tekst Baltasar að aflétta doðanum af hinu leikna efni Ríkissjónvarpsins. Vonandi verður hann ekki „trapped" inni í einhverjum klisjum eða hefðum og gerir spennandi sjónvarp handa okkur. Geti það einhver … Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun
Það var viðtal við Baltasar í Fréttatímanum þar sem hann segir frá áformum um glæpaþætti í Ríkisútvarpinu sem á víst að taka upp á Seyðisfirði og munu vera í anda dönsku þáttanna Forbrydelsen og amerískrar endurgerðar þeirra þátta, The Killing. Þættirnir á Seyðisfirði ganga undir nafninu „Trapped". Það er ánægjulegt að Baltasar skuli enn vilja starfa hér á landi og vinna áfram með þeim snjalla handritshöfundi Ólafi Egilssyni en samstarf þeirra gat meðal annars af sér Brúðkaupið, þá indælu mynd þar sem Tsékov er settur niður í Flatey á Breiðafirði sem auðvitað blasir við að gera – svona eftir á að hyggja. Baltasar fylgir náttúrlega sínum hugboðum sem hingað til hafa reynst honum nær óbrigðul. Óskandi er að þetta verði góðir og skemmtilegir þættir og ekki alltof mikið „í anda The Killing" heldur meira í anda Seyðisfjarðar sem hefur einmitt mjög sérstaka töfra. Til þess er sjónvarpið: að spegla samfélagið okkar frekar en að vera eins og dubbun á þessum amerísku þáttum sem við getum séð þúsundum saman á viku og eru allir einhvern veginn eins, vegna þess að þeir endurspegla eins veruleika, eins samfélag. Þá verða karakterarnir kunnuglegir – þessi og þessi týpa – en ekki úr samfélaginu sjálfu heldur úr amerísku þáttunum. En til hvers að gera slíka þætti þegar Ameríkanarnir gera þá miklu betur? Hlutverk RÚVRíkissjónvarpið hefur staðið sig vel að undanförnu í gerð heimildarmynda – og nú síðast er Pétur Gunnarsson farinn að leiða okkur inn í 18. öldina, sem ber að þakka sérstaklega. Við höfum líka fengið að sjá þætti Stephens Fry um tungumálin í heiminum, sem sum hver eru töluð af sárafáum og eiga í vök að verjast í alþjóðavæðingunni. Meðal annars kom hann í afskekkta byggð á Írlandi þar sem menn tala enn sína írsku af þrákelkni einfaldlega vegna þess að heimurinn er fallegri ef það tungumál fær að lifa. Viðmælendur Frys voru nokkuð brattir: það hefur að sögn gengið vel hin seinni ár að varðveita og útbreiða gelískuna gömlu. Meðal þess sem gefist hefur vel að nota er sjónvarpið. Eitt það fyrsta sem mönnum þar um slóðir datt í hug að gera var að búa til leikna þætti úr þessu málsamfélagi þar sem koma fyrir smásögur og hversdagsdrömu hins almenna manns og er miðja frásagnarinnar – nema hvað – krá í miðjum bænum. Líklega myndi slík miðja í íslenskum þáttum af því tagi vera sjoppan eða bensínstöðin. Sambærilegir þættir eru gerðir út um allan heim – við höfum séð ótal þætti hér um sérviskulega lækna eða dramatíska hótelhaldara í litlum samfélögum – þetta eru norskir þættir, enskir, danskir og þannig mætti lengi telja, og þeir eiga það sammerkt að aðstandendum þeirra stendur hjartanlega á sama um það hvort þeir þykja púkalegir. Það er öllum samfélögum nauðsyn að geta séð sig í sjónvarpinu, í leikinni sögu, en ekki bara í viðtölum eins og hér tíðkast. Þetta er spegill handa alþýðufólki – „venjulega fólkinu", og ríkisstöðvar hér og þar líta á það sem menningarlega skyldu sína að búa til slíkt leikið efni. En ekki hér. Eitthvað er að hjá Ríkisútvarpinu þegar kemur að leiknu efni: þar hefur Stöð tvö staðið sig margfalt betur síðan hún kom til, verið áræðnari og hugkvæmari, faglegri í mati sínu á gæðum efnis og hreinlega meðvitaðri um skyldur sínar gagnvart íslenskum áhorfendum og íslenskri menningu. Auðvitað kann eitt og annað að hafa lukkast prýðilega en þegar maður lítur yfir sögu sjónvarpsins frá 1966 er það sláandi hversu illa stofnunin hefur staðið sig í framleiðslu á leiknu efni handa íslenskri þjóð að spegla sig í og er þá Spaugstofan sérstaklega undanskilin. Í SkrugguvíkEkki kann ég skýringar á þessu. Kannski ræður þarna einhver kúltúr sem orðið hefur til snemma innan stofnunarinnar; kannski hefur starfið verið ómarkvisst fálm og alltaf verið að byrja upp á nýtt. Kannski vantar sjálfstraustið. Og kannski vantar hreinlega áhugann. Hitt held ég að megi fullyrða: að áhugann vantar ekki hjá almenningi. Við bíðum öll eftir þáttaröðinni sem gerist í Skrugguvík og fjallar um ung hjón sem taka að sér skólastjórn/ nýjan héraðslækni nýkominn úr áfengismeðferð og erfiðleika hans við að samlagast samfélaginu/ presthjónin á brún hjónaskilnaðar/ hestamannamótið / elliheimilið / áhöfnina á togaranum – sem sagt eitthvað sem á sér fyrirmynd í raunverulegu íslensku samfélagi – fremur en til dæmis bandarískum spennuþáttum byggðum á dönskum spennuþáttum – og vinnur úr því á tiltekinn hátt. Að ógleymdu öllu sagnfræðilega efninu sem bíður óbætt hjá garði og gömlu íslensku skáldsögunum sem gera mætti frábærar seríur upp úr. Ég ætla ekki einu sinni að minnast einu sinni enn á Dalalíf. Íslendinga sögur okkar daga eru ósagðar í sjónvarpinu. Og hvað sem þeir segja sumir: Íslendingar eru sagnaþjóð, fólk sem skynjar sig og samferðafólk sitt gegnum sögur. Allt iðar hér af sögum, skrifuðum og óskrifuðum, sögðum og ósögðum. Það er skylda Ríkisútvarpsins að taka þátt í því að segja Íslendinga sögur okkar daga, á þann hátt sem hin leikna saga ein getur gert – og gera það almennilega. Kannski tekst Baltasar að aflétta doðanum af hinu leikna efni Ríkissjónvarpsins. Vonandi verður hann ekki „trapped" inni í einhverjum klisjum eða hefðum og gerir spennandi sjónvarp handa okkur. Geti það einhver …
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun