Makríllinn og Evrópusambandið Þorsteinn Pálsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Þarf deilan um makrílinn að hafa áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið? Svarið er : Hjá því verður tæplega komist. Álitaefnið er hitt: Hvers konar áhrif? Eindregnustu andstæðingar aðildar nota hverja snurðu sem hleypur á þráðinn í samskiptum Íslands við sambandið eða einstök aðildarríki þess til að setja fram kröfu um viðræðuslit. Röksemdin er: Þarna liggja óvinir Íslands á fleti fyrir. Þetta er ekki nýtt. Á sinni tíð nýttu andstæðingar Atlantshafsbandalagsins sérhverja deilu vegna fiskveiðihagsmuna til að krefjast úrsagnar. Þegar Efnahagsbandalagið reyndi að þvinga fram lausn á landhelgisdeilunni í byrjun áttunda áragtugarins með því að fresta gildistöku EFTA-samnings um tollalækkanir á sjávarafurðum heyrðust þessi sjónarmið einnig. Í meir en sextíu ár hafa forystumenn þjóðarinnar jafnan komist að sömu niðurstöðu þegar slík álitamál hafa verið uppi: Hún er sú að láta hvorki voldugri viðsemjendur beygja sig í samningum né skammsýna lýðskrumara í innanlandspólitíkinni draga Ísland úr því alþjóðasamfélagi sem það tilheyrir og hefur reynst efnahagsleg og pólitísk kjölfesta fullveldisins. Ekkert hefur breyst að þessu leyti. Makríldeilan er því ekki tilefni til þess að slíta aðildarviðræðunum. Þar eru einfaldlega stærri hagsmunir í húfi. Hitt er annað að við þurfum að haga tímasetningu og framgangi viðræðnanna með það í huga að tapa ekki samningsstöðu um réttmæta hlutdeild í makrílstofninum. Mismunandi viðmið Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að við þurfum að vísa til mismunandi viðmiða eftir samningsaðstæðum hverju sinni. Á vettvangi Evrópusambandsins gildir veiðireynslan varðandi staðbundna fiskistofna innan landhelginnar. Þegar við komum hins vegar sem nýliðar að veiði úr stofnum sem flakka um stærra hafsvæði er meiri áhersla á dreifingu, breytt göngumynstur, efnahagslega hagsmuni og framlag til rannsókna. Ástæðan fyrir því að önnur Evrópusambandsríki komast ekki í staðbundna fiskistofna hér við land þrátt fyrir aðild er sú að veiðireynslan tryggir hagsmuni Íslands að fullu. Hún skiptir einfaldlega mestu í innbyrðis skiptingu aðildarþjóðanna. En þar sem við höfum ekki sömu veiðireynslu í makríl er samningsstaðan sterkari utan sambandsins í því tilviki með því að viðmiðin eru þá fleiri. Af þessu leiðir að hyggilegt er af íslenskum stjórnvöldum að láta viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarviðræðunum dragast þar til lausn er fengin í makríldeilunni. Þegar kemur að samningum við þriðju þjóðir um aðra deilistofna þar sem við höfum langa veiðireynslu getur hins vegar verið styrkur í því að hafa allt afl Evrópusambandsins á bak við íslenska hagsmuni. En sú aðstaða er ekki fyrir hendi varaðandi makrílinn. Við höfum litið á okkur bæði sem strandveiðiþjóð og úthafsveiðiþjóð. Þetta þýðir að það er ekki alltaf full samkvæmni í þeim áherslum á viðmið sem við vísum til þegar rök eru borin fram fyrir íslenskum hagsmunum. Hafréttareglurnar eru nægjanlega rúmar til þess.Krókur á móti bragði Stundum er látið í veðri vaka að núverandi veiðar á makríl helgist einvörðungu af fullveldisrétti þjóðarinnar. Það er ekki allskostar rétt. Veiðiheimildirnar takmarkast af alþjóðlegum hafréttarreglum sem skylda okkur til að semja á grundvelli sérstakra viðmiða. Í dag er Ísland rétt eins og hinar veiðiþjóðirnar að brjóta þessar reglur með ofveiði. Það er alltaf erfitt að semja í fiskveiðideilum og helst á færi sterkra ríkisstjórna meðal annars fyrir þá sök að ásakanir um undirlægjuhátt hafa alltaf átt greiðan aðgang að þjóðarsálinni. Engir fundu meir fyrir því en forystumenn Sjálfstæðisflokksins í landhelgissamningunum á sínum tíma. Mikilvægt er því að umræðan fari fram með upplýstum hætti en ekki eftir lögmálum lýðskrumsins. Bæði Evrópusambandið og Ísland hafa lýst því yfir að makríldeilan og aðildarviðræðurnar séu aðskild mál. En með engu móti er unnt að áfellast Ísland fyrir að láta hraðan í aðildarviðræðunum um sjávarútvegskaflann ráðast af eigin hagsmunum í makríldeilunni. Efnahagslegar refsiaðgerðir eru fráleit leið við lausn slíkra deilumála og í þessu samhengi skýrt brot á EES-samningnum. Einn mótleikur Íslands gæti verið sá að bjóða upp á þann kost að leggja ágreininginn í makrílsamningunum fyrir alþjóða hafréttardómstólinn eða gerðardóm. Það væri krókur á móti bragði og myndi sýna styrk Íslands og trú á lagalegan rétt. Á hinn bóginn myndi það benda til veikleika í röksemdafærslu Evrópusambandsins og Noregs ef þessir viðsemjendur tækju því illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Þarf deilan um makrílinn að hafa áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið? Svarið er : Hjá því verður tæplega komist. Álitaefnið er hitt: Hvers konar áhrif? Eindregnustu andstæðingar aðildar nota hverja snurðu sem hleypur á þráðinn í samskiptum Íslands við sambandið eða einstök aðildarríki þess til að setja fram kröfu um viðræðuslit. Röksemdin er: Þarna liggja óvinir Íslands á fleti fyrir. Þetta er ekki nýtt. Á sinni tíð nýttu andstæðingar Atlantshafsbandalagsins sérhverja deilu vegna fiskveiðihagsmuna til að krefjast úrsagnar. Þegar Efnahagsbandalagið reyndi að þvinga fram lausn á landhelgisdeilunni í byrjun áttunda áragtugarins með því að fresta gildistöku EFTA-samnings um tollalækkanir á sjávarafurðum heyrðust þessi sjónarmið einnig. Í meir en sextíu ár hafa forystumenn þjóðarinnar jafnan komist að sömu niðurstöðu þegar slík álitamál hafa verið uppi: Hún er sú að láta hvorki voldugri viðsemjendur beygja sig í samningum né skammsýna lýðskrumara í innanlandspólitíkinni draga Ísland úr því alþjóðasamfélagi sem það tilheyrir og hefur reynst efnahagsleg og pólitísk kjölfesta fullveldisins. Ekkert hefur breyst að þessu leyti. Makríldeilan er því ekki tilefni til þess að slíta aðildarviðræðunum. Þar eru einfaldlega stærri hagsmunir í húfi. Hitt er annað að við þurfum að haga tímasetningu og framgangi viðræðnanna með það í huga að tapa ekki samningsstöðu um réttmæta hlutdeild í makrílstofninum. Mismunandi viðmið Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að við þurfum að vísa til mismunandi viðmiða eftir samningsaðstæðum hverju sinni. Á vettvangi Evrópusambandsins gildir veiðireynslan varðandi staðbundna fiskistofna innan landhelginnar. Þegar við komum hins vegar sem nýliðar að veiði úr stofnum sem flakka um stærra hafsvæði er meiri áhersla á dreifingu, breytt göngumynstur, efnahagslega hagsmuni og framlag til rannsókna. Ástæðan fyrir því að önnur Evrópusambandsríki komast ekki í staðbundna fiskistofna hér við land þrátt fyrir aðild er sú að veiðireynslan tryggir hagsmuni Íslands að fullu. Hún skiptir einfaldlega mestu í innbyrðis skiptingu aðildarþjóðanna. En þar sem við höfum ekki sömu veiðireynslu í makríl er samningsstaðan sterkari utan sambandsins í því tilviki með því að viðmiðin eru þá fleiri. Af þessu leiðir að hyggilegt er af íslenskum stjórnvöldum að láta viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarviðræðunum dragast þar til lausn er fengin í makríldeilunni. Þegar kemur að samningum við þriðju þjóðir um aðra deilistofna þar sem við höfum langa veiðireynslu getur hins vegar verið styrkur í því að hafa allt afl Evrópusambandsins á bak við íslenska hagsmuni. En sú aðstaða er ekki fyrir hendi varaðandi makrílinn. Við höfum litið á okkur bæði sem strandveiðiþjóð og úthafsveiðiþjóð. Þetta þýðir að það er ekki alltaf full samkvæmni í þeim áherslum á viðmið sem við vísum til þegar rök eru borin fram fyrir íslenskum hagsmunum. Hafréttareglurnar eru nægjanlega rúmar til þess.Krókur á móti bragði Stundum er látið í veðri vaka að núverandi veiðar á makríl helgist einvörðungu af fullveldisrétti þjóðarinnar. Það er ekki allskostar rétt. Veiðiheimildirnar takmarkast af alþjóðlegum hafréttarreglum sem skylda okkur til að semja á grundvelli sérstakra viðmiða. Í dag er Ísland rétt eins og hinar veiðiþjóðirnar að brjóta þessar reglur með ofveiði. Það er alltaf erfitt að semja í fiskveiðideilum og helst á færi sterkra ríkisstjórna meðal annars fyrir þá sök að ásakanir um undirlægjuhátt hafa alltaf átt greiðan aðgang að þjóðarsálinni. Engir fundu meir fyrir því en forystumenn Sjálfstæðisflokksins í landhelgissamningunum á sínum tíma. Mikilvægt er því að umræðan fari fram með upplýstum hætti en ekki eftir lögmálum lýðskrumsins. Bæði Evrópusambandið og Ísland hafa lýst því yfir að makríldeilan og aðildarviðræðurnar séu aðskild mál. En með engu móti er unnt að áfellast Ísland fyrir að láta hraðan í aðildarviðræðunum um sjávarútvegskaflann ráðast af eigin hagsmunum í makríldeilunni. Efnahagslegar refsiaðgerðir eru fráleit leið við lausn slíkra deilumála og í þessu samhengi skýrt brot á EES-samningnum. Einn mótleikur Íslands gæti verið sá að bjóða upp á þann kost að leggja ágreininginn í makrílsamningunum fyrir alþjóða hafréttardómstólinn eða gerðardóm. Það væri krókur á móti bragði og myndi sýna styrk Íslands og trú á lagalegan rétt. Á hinn bóginn myndi það benda til veikleika í röksemdafærslu Evrópusambandsins og Noregs ef þessir viðsemjendur tækju því illa.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun