Segir Y-listann hafa viljað salta vaxtamál 5. maí 2012 13:00 Guðríður Arnardóttir og Rannveig H. Ásgeirsdóttir Fyrrverandi formaður bæjarráðs Kópavogs segir þáverandi meirihluta hafa rætt að fela bæjarstjóranum, sem átti að segja upp, annað starf á vegum bæjarins. „Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
„Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira