Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu 27. apríl 2012 06:00 Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá
Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira