Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán 26. apríl 2012 07:00 bílahaf ESA viðurkennir að neytendasjónarmið geti verið fyrir banni gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Það bann megi þó ekki vera algilt. Fjöldi slíkra lána var veittur vegna bílakaupa.fréttablaðið/valli ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Meginathugasemd ESA er að þetta fæli fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskri krónu. Allsherjarbann við slíkri tengingu sé ekki réttlætanlegt og hægt sé að ná fram neytendavernd á annan máta. Stofnunin tekur fram að álitið hafi ekki áhrif á endurútreikninga gengistryggðra lána eða gjaldeyrishöft. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að ESA viðurkenni hugmyndafræðina á bak við lögin. Stofnunin telji hins vegar að altækt bann gangi of langt. „Nú höfum við tvo mánuði til að bregðast við, rökstyðja lögin og eftir atvikum taka til varna eða boða viðbrögð sem þyrfti að grípa til." Hann vill ekki fara mikið út í það hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, yrði Ísland að fara eftir álitinu. „Það kann að vera að við þyrftum að gera einhverjar breytingar og aðgreina betur einstaklinga og lögaðila, en ég vil ekki fara mikið út í það." Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segist mjög ósammála túlkun ESA. Hann segir bannið á engan hátt snúa að fjármagnsflutningum á milli landa. „Þetta fjallar einfaldlega um hvort tengja megi verðgildi íslensku krónunnar við aðra gjaldmiðla." Hann býst því ekki við að þetta hafi mikil áhrif hér á landi. Bréfið frá ESA er svokölluð formleg athugasemd (e. Letter of Formal Notice). Sé stofnunin ósátt við svarbréf Íslendinga getur hún sent rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) sem Íslendingar fá rúm til að svara. Sé það svar ekki tekið til greina gæti málið endað fyrir EFTA-dómstólnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Meginathugasemd ESA er að þetta fæli fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskri krónu. Allsherjarbann við slíkri tengingu sé ekki réttlætanlegt og hægt sé að ná fram neytendavernd á annan máta. Stofnunin tekur fram að álitið hafi ekki áhrif á endurútreikninga gengistryggðra lána eða gjaldeyrishöft. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að ESA viðurkenni hugmyndafræðina á bak við lögin. Stofnunin telji hins vegar að altækt bann gangi of langt. „Nú höfum við tvo mánuði til að bregðast við, rökstyðja lögin og eftir atvikum taka til varna eða boða viðbrögð sem þyrfti að grípa til." Hann vill ekki fara mikið út í það hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, yrði Ísland að fara eftir álitinu. „Það kann að vera að við þyrftum að gera einhverjar breytingar og aðgreina betur einstaklinga og lögaðila, en ég vil ekki fara mikið út í það." Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segist mjög ósammála túlkun ESA. Hann segir bannið á engan hátt snúa að fjármagnsflutningum á milli landa. „Þetta fjallar einfaldlega um hvort tengja megi verðgildi íslensku krónunnar við aðra gjaldmiðla." Hann býst því ekki við að þetta hafi mikil áhrif hér á landi. Bréfið frá ESA er svokölluð formleg athugasemd (e. Letter of Formal Notice). Sé stofnunin ósátt við svarbréf Íslendinga getur hún sent rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) sem Íslendingar fá rúm til að svara. Sé það svar ekki tekið til greina gæti málið endað fyrir EFTA-dómstólnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira