Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum 26. apríl 2012 09:30 Fyrsti flutningsmaður Eygló segir málið ekki varða bankaleynd, enda sé um upplýsingar í skattskýrslum að ræða. Um sé að ræða kröfu á þá sem eru skattskyldir til þess að skila upplýsingum til Ríkisskattstjóra.fréttablaðið/gva Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira