Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í ársfangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, önnur umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt.
Brotin voru framin á árunum 2010 og 2011, en maðurinn, sem er fæddur í júlí 1984, á sér óslitinn sakaferil frá 1999.
Tekið var af manninum 3,41 gramm af amfetamíni og CS-gasvopn. Þá var manninum gert að borga tæpar 176 þúsund krónur í málsvarnarlaun og tæpar 912 þúsund annan sakarkostnað.- óká
