Leiðin frá hugmynd að frumgerð oft löng 25. apríl 2012 10:00 Letingjagræja Hönnuðir boltakastarans segja tækið hannað fyrir lata hundaeigendur til þess að hundar geti sjálfir skotið boltum til að sækja. Fréttablaðið/Vilhelm Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30