Telja fundinn legstað Magnúsar lagabætis 25. apríl 2012 11:00 Úr Jónsbók Hér getur að líta myndstaf við þjófabálk Jónsbókar sem hér var lögtekin árið 1281 og notuð fram á 18. öld. Löggjöf Magnúsar lagabætis mun hafa byggst á hugmyndinni um að glæpur væri brot gegn ríkisvaldi fremur en einstaklingum og dró þar með úr vægi hefndarinnar. Mynd/Stofnun Árna magnússonar Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að samræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrannsóknir rannsóknarstofunnar SINTEF hafi leitt í ljós steinkistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki grafinn annar konungur," er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagnað hefur rannsóknirnar. „Framhaldið er hins vegar óvíst. Kirkjan er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins." Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær steinkistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten greinir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endurbyggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræðivef Wikipediu hefur Magnús lagabætir almennt fengið góð eftirmæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum fremur en sverðinu. „Hann var friðsamur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðugleika," segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórðarson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar," segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að samræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrannsóknir rannsóknarstofunnar SINTEF hafi leitt í ljós steinkistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki grafinn annar konungur," er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagnað hefur rannsóknirnar. „Framhaldið er hins vegar óvíst. Kirkjan er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins." Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær steinkistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten greinir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endurbyggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræðivef Wikipediu hefur Magnús lagabætir almennt fengið góð eftirmæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum fremur en sverðinu. „Hann var friðsamur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðugleika," segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórðarson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar," segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira