Telja fundinn legstað Magnúsar lagabætis 25. apríl 2012 11:00 Úr Jónsbók Hér getur að líta myndstaf við þjófabálk Jónsbókar sem hér var lögtekin árið 1281 og notuð fram á 18. öld. Löggjöf Magnúsar lagabætis mun hafa byggst á hugmyndinni um að glæpur væri brot gegn ríkisvaldi fremur en einstaklingum og dró þar með úr vægi hefndarinnar. Mynd/Stofnun Árna magnússonar Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að samræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrannsóknir rannsóknarstofunnar SINTEF hafi leitt í ljós steinkistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki grafinn annar konungur," er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagnað hefur rannsóknirnar. „Framhaldið er hins vegar óvíst. Kirkjan er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins." Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær steinkistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten greinir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endurbyggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræðivef Wikipediu hefur Magnús lagabætir almennt fengið góð eftirmæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum fremur en sverðinu. „Hann var friðsamur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðugleika," segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórðarson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar," segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að samræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrannsóknir rannsóknarstofunnar SINTEF hafi leitt í ljós steinkistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki grafinn annar konungur," er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagnað hefur rannsóknirnar. „Framhaldið er hins vegar óvíst. Kirkjan er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins." Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær steinkistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten greinir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endurbyggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræðivef Wikipediu hefur Magnús lagabætir almennt fengið góð eftirmæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum fremur en sverðinu. „Hann var friðsamur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðugleika," segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórðarson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar," segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira