Telja fundinn legstað Magnúsar lagabætis 25. apríl 2012 11:00 Úr Jónsbók Hér getur að líta myndstaf við þjófabálk Jónsbókar sem hér var lögtekin árið 1281 og notuð fram á 18. öld. Löggjöf Magnúsar lagabætis mun hafa byggst á hugmyndinni um að glæpur væri brot gegn ríkisvaldi fremur en einstaklingum og dró þar með úr vægi hefndarinnar. Mynd/Stofnun Árna magnússonar Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að samræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrannsóknir rannsóknarstofunnar SINTEF hafi leitt í ljós steinkistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki grafinn annar konungur," er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagnað hefur rannsóknirnar. „Framhaldið er hins vegar óvíst. Kirkjan er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins." Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær steinkistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten greinir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endurbyggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræðivef Wikipediu hefur Magnús lagabætir almennt fengið góð eftirmæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum fremur en sverðinu. „Hann var friðsamur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðugleika," segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórðarson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar," segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. Magnúsar er minnst fyrir að samræma löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum, en hann lét jafnframt gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum og svo Jónsbók, sem hér var notuð fram á 18. öld. Aftenposten greinir frá því að röntgenrannsóknir rannsóknarstofunnar SINTEF hafi leitt í ljós steinkistu í vegg kirkjunnar og að í henni megi greina málmleifar. Þótt heimildir hermi að Magnús hafi verið grafinn í kirkjunni hefur legstaður hans ekki verið kunnur. „Þetta hlýtur að vera Magnús lagabætir. Í kirkjunni er ekki grafinn annar konungur," er haft eftir Gunnari Rosenlund, sem fjármagnað hefur rannsóknirnar. „Framhaldið er hins vegar óvíst. Kirkjan er friðuð og allar framkvæmdir þarf að bera undir Fornleifastofnun ríkisins." Gunnar telur þó að fyrsta skref hljóti að vera að bora gat í vegg kirkjunnar til að komast nær steinkistunni. Dómkirkjan í Bergen er 60 metra löng steinkirkja og 20,5 metrar á breidd, að því er Aftenposten greinir frá. Fyrstu heimildir um hana eru frá 1181, en síðan var byggt við hana Fransiskuklaustur. Magnús lagabætir fjármagnaði svo endurbyggingu kirkjunnar eftir bruna 1270 og var grafinn í henni. Að því er fram kemur á alfræðivef Wikipediu hefur Magnús lagabætir almennt fengið góð eftirmæli. Er hans sagt minnst sem konungs sem beitti lögunum fremur en sverðinu. „Hann var friðsamur og forðaðist stríðsátök og harðar deilur en kaus að tryggja stöðugleika," segir þar. Frá því er greint að Magnús hafi fengið Sturlu Þórðarson sagnaritara til að skrifa sögu Hákonar föður síns en árið 1278 fól hann Sturlu einnig að skrifa sína eigin sögu. Aðeins mun brot af henni hafa varðveist. „Sturla var talinn friðsemdarmaður en var þó þátttakandi í mörgum helstu viðburðum Sturlungaaldar," segir einnig á Wikipedia. Hann barðist með Sighvati föðurbróður sínum og sonum hans í Örlygsstaðabardaga og var í liði Þórðar kakala er hann sneri heim frá Noregi. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira