Þingmál ná ekki í nefndir 25. apríl 2012 07:00 Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. Frá því að þing tók aftur til starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö mál verið samþykkt til þingnefndar, tillaga um breytingu á stjórnarráði og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, sakar stjórnarandstöðuna um að ástunda nýja tegund af málþófi sem felist í því að málum sé ekki hleypt til nefnda. „Þau eru búin að hertaka löggjafasamkunduna." Stjórnarandstæðingar sem Fréttablaðið ræddi við sökuðu stjórnina hins vegar um að forgangsraða ekki þeim málum sem ljúka ætti á yfirstandandi þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir stjórnina hafa komið fram með mál sem gríðarlegur ágreiningur sé um í stjórnarflokkunum sjálfum. Alla forgangsröðun vanti. „Það hefur komið til tals á þingflokksformannafundum og forsætisnefndarfundum að það sé nauðsynlegt að fá fram forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem hún vilji klára, því augljóst sé að öll mál verði ekki kláruð." Sigurður segir að því lengur sem það dragist því færri mál muni klárast. Björn Valur segir hins vegar að ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi áherslu: kvótann, Rammaáætlun og breytingar á stjórnarráði. Þessi mál hafi komið fram fyrir tilskilinn frest og stefna stjórnarinnar varðandi þau sé ljós og því verði ekki samið um þau. „Það er hins vegar óheilbrigt að ekki skuli vera hægt að taka þetta til umfjöllunar í nefndum, þar sem þingmenn og aðrir í samfélaginu sem hafa áhuga á málinu geta komið að þeim og haft áhrif á þau." Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að koma málum eins og Rammaáætlun sem fyrst til nefndar. Í annarri umræðu sé hægt að fjalla efnislega um umsagnir og faglega vinnu nefndarinnar. „Svo virðist hins vegar að það sé stefna stjórnarandstöðunnar að hægja verulega á öllum málum." Heimildir Fréttablaðsins herma að andrúmsloft á Alþingi sé við frostmark. Dómur Landsdóms hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki er samið um þingstörf bíður fjöldi mála umfjöllunar. Af öðrum málum sem gætu orðið tímafrek má nefna breytingar á stjórnarskránni, en tæpur mánuður er síðan þær voru ræddar.- kóp Fréttir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. Frá því að þing tók aftur til starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö mál verið samþykkt til þingnefndar, tillaga um breytingu á stjórnarráði og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, sakar stjórnarandstöðuna um að ástunda nýja tegund af málþófi sem felist í því að málum sé ekki hleypt til nefnda. „Þau eru búin að hertaka löggjafasamkunduna." Stjórnarandstæðingar sem Fréttablaðið ræddi við sökuðu stjórnina hins vegar um að forgangsraða ekki þeim málum sem ljúka ætti á yfirstandandi þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir stjórnina hafa komið fram með mál sem gríðarlegur ágreiningur sé um í stjórnarflokkunum sjálfum. Alla forgangsröðun vanti. „Það hefur komið til tals á þingflokksformannafundum og forsætisnefndarfundum að það sé nauðsynlegt að fá fram forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem hún vilji klára, því augljóst sé að öll mál verði ekki kláruð." Sigurður segir að því lengur sem það dragist því færri mál muni klárast. Björn Valur segir hins vegar að ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi áherslu: kvótann, Rammaáætlun og breytingar á stjórnarráði. Þessi mál hafi komið fram fyrir tilskilinn frest og stefna stjórnarinnar varðandi þau sé ljós og því verði ekki samið um þau. „Það er hins vegar óheilbrigt að ekki skuli vera hægt að taka þetta til umfjöllunar í nefndum, þar sem þingmenn og aðrir í samfélaginu sem hafa áhuga á málinu geta komið að þeim og haft áhrif á þau." Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að koma málum eins og Rammaáætlun sem fyrst til nefndar. Í annarri umræðu sé hægt að fjalla efnislega um umsagnir og faglega vinnu nefndarinnar. „Svo virðist hins vegar að það sé stefna stjórnarandstöðunnar að hægja verulega á öllum málum." Heimildir Fréttablaðsins herma að andrúmsloft á Alþingi sé við frostmark. Dómur Landsdóms hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki er samið um þingstörf bíður fjöldi mála umfjöllunar. Af öðrum málum sem gætu orðið tímafrek má nefna breytingar á stjórnarskránni, en tæpur mánuður er síðan þær voru ræddar.- kóp
Fréttir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira