Þingmál ná ekki í nefndir 25. apríl 2012 07:00 Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. Frá því að þing tók aftur til starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö mál verið samþykkt til þingnefndar, tillaga um breytingu á stjórnarráði og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, sakar stjórnarandstöðuna um að ástunda nýja tegund af málþófi sem felist í því að málum sé ekki hleypt til nefnda. „Þau eru búin að hertaka löggjafasamkunduna." Stjórnarandstæðingar sem Fréttablaðið ræddi við sökuðu stjórnina hins vegar um að forgangsraða ekki þeim málum sem ljúka ætti á yfirstandandi þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir stjórnina hafa komið fram með mál sem gríðarlegur ágreiningur sé um í stjórnarflokkunum sjálfum. Alla forgangsröðun vanti. „Það hefur komið til tals á þingflokksformannafundum og forsætisnefndarfundum að það sé nauðsynlegt að fá fram forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem hún vilji klára, því augljóst sé að öll mál verði ekki kláruð." Sigurður segir að því lengur sem það dragist því færri mál muni klárast. Björn Valur segir hins vegar að ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi áherslu: kvótann, Rammaáætlun og breytingar á stjórnarráði. Þessi mál hafi komið fram fyrir tilskilinn frest og stefna stjórnarinnar varðandi þau sé ljós og því verði ekki samið um þau. „Það er hins vegar óheilbrigt að ekki skuli vera hægt að taka þetta til umfjöllunar í nefndum, þar sem þingmenn og aðrir í samfélaginu sem hafa áhuga á málinu geta komið að þeim og haft áhrif á þau." Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að koma málum eins og Rammaáætlun sem fyrst til nefndar. Í annarri umræðu sé hægt að fjalla efnislega um umsagnir og faglega vinnu nefndarinnar. „Svo virðist hins vegar að það sé stefna stjórnarandstöðunnar að hægja verulega á öllum málum." Heimildir Fréttablaðsins herma að andrúmsloft á Alþingi sé við frostmark. Dómur Landsdóms hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki er samið um þingstörf bíður fjöldi mála umfjöllunar. Af öðrum málum sem gætu orðið tímafrek má nefna breytingar á stjórnarskránni, en tæpur mánuður er síðan þær voru ræddar.- kóp Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. Frá því að þing tók aftur til starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö mál verið samþykkt til þingnefndar, tillaga um breytingu á stjórnarráði og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, sakar stjórnarandstöðuna um að ástunda nýja tegund af málþófi sem felist í því að málum sé ekki hleypt til nefnda. „Þau eru búin að hertaka löggjafasamkunduna." Stjórnarandstæðingar sem Fréttablaðið ræddi við sökuðu stjórnina hins vegar um að forgangsraða ekki þeim málum sem ljúka ætti á yfirstandandi þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir stjórnina hafa komið fram með mál sem gríðarlegur ágreiningur sé um í stjórnarflokkunum sjálfum. Alla forgangsröðun vanti. „Það hefur komið til tals á þingflokksformannafundum og forsætisnefndarfundum að það sé nauðsynlegt að fá fram forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem hún vilji klára, því augljóst sé að öll mál verði ekki kláruð." Sigurður segir að því lengur sem það dragist því færri mál muni klárast. Björn Valur segir hins vegar að ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi áherslu: kvótann, Rammaáætlun og breytingar á stjórnarráði. Þessi mál hafi komið fram fyrir tilskilinn frest og stefna stjórnarinnar varðandi þau sé ljós og því verði ekki samið um þau. „Það er hins vegar óheilbrigt að ekki skuli vera hægt að taka þetta til umfjöllunar í nefndum, þar sem þingmenn og aðrir í samfélaginu sem hafa áhuga á málinu geta komið að þeim og haft áhrif á þau." Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að koma málum eins og Rammaáætlun sem fyrst til nefndar. Í annarri umræðu sé hægt að fjalla efnislega um umsagnir og faglega vinnu nefndarinnar. „Svo virðist hins vegar að það sé stefna stjórnarandstöðunnar að hægja verulega á öllum málum." Heimildir Fréttablaðsins herma að andrúmsloft á Alþingi sé við frostmark. Dómur Landsdóms hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki er samið um þingstörf bíður fjöldi mála umfjöllunar. Af öðrum málum sem gætu orðið tímafrek má nefna breytingar á stjórnarskránni, en tæpur mánuður er síðan þær voru ræddar.- kóp
Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira