Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram 24. apríl 2012 08:00 skeggrætt Steingrímur J. Sigfússon hætti sem fjármálaráðherra um síðustu áramót. Fjárlaganefnd telur að vinna við fjárlagagerð hafi batnað til muna, en boðar frumvarp um að mörkuðum tekjustofnum verði snarfækkað.fréttablaðið/gva Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira