Hvað er að baki upphrópunum? Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. apríl 2012 11:00 Stjórnmálaumræða hér á landi virðist á stundum hverfast um hvert furðuupphlaupið á fætur öðru. Nú síðast er ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um meðgöngu í málsókn ESA á hendur þjóðinni vegna meints brots á EES-samningnum í tengslum við Icesave. Tilfellið er nefnilega að ESB hefur heilmikilla hagsmuna að gæta í málinu, algjörlega óháð aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Hlýtur maður því að velta því fyrir sér hvað liggi að baki upphrópunum um að Icesave-málareksturinn kalli á að viðræðum um aðild Íslands að ESB verði slitið. Reyndar virðist ESB ekkert geta gert rétt ef marka má málflutning hluta þeirra sem falla vilja frá aðildarsamningunum. Sambandið leggur sig ýmist fram um að hafa þjóðina góða til að lokka hana í faðm sinn og beitir meðal annars til þess IPA-styrkjum og boðsferðum til opinberra starfsmanna, eða það ætlar að kúga okkur og hrella með hótunum vegna makrílveiða, eða nú síðast með aðild að málarekstri ESA. Ekki virðist á hreinu hvort sambandið vill fá okkur í faðm sinn með góðu eða illu. Sérfræðingar í Evrópurétti furða sig hins vegar ekkert á aðkomu framkvæmdastjórnar ESB að málarekstri ESA, sem er í fullu samræmi við stofnsamþykkt EFTA-dómstólsins. Í Fréttablaðinu í dag segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor að krafa framkvæmdastjórnarinnar um meðgöngu í málarekstrinum endurspegli mikilvægi málsins. „Það hefur klárlega þýðingu fyrir allan fjármálamarkað Evrópu," segir hann. Og í fréttum Útvarps í gær tók Margrét Einarsdóttir, lektor í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík, í sama streng og kvað ekki koma á óvart að framkvæmdastjórnin beitti sér í málinu með formlegri hætti. „Ég sé ekki í fljótu bragði að það muni hafa nein úrslitaáhrif," bætti hún við. Óneitanlega er kynlegt að þeir sem hæst töluðu um sterka lagalega stöðu landsins og börðust fyrir dómstólaleið með Icesave-deiluna bregðist nú ókvæða við þegar ESB, sem sannarlega hefur hagsmuna að gæta í málinu, lætur það sig varða með beinum hætti. EFTA-dómstóllinn, ásamt Evrópudómstólnum, fer með endanlegt úrskurðarvald um túlkun EES-samningsins. Síðan er íslenskra dómstóla að framfylgja þeirri túlkun. Látið var sem Íslendingar væru með unnið mál í höndunum. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? Þá má velta fyrir sér hvort aðkoma ESB að málarekstri ESA skipti máli ef sú er ekki raunin. Í raun hefur ekkert breyst. Fulltrúar óttasleginna sérhagsmunahópa reyna nú sem fyrr að bregða fæti fyrir ferli sem á endanum á að skila sér í aðildarsamningi sem leggja á fyrir þjóðina. Sama gera andstæðingar fjölþjóðasamstarfs sem litla lýðræðisást bera í brjósti. Hvorugur hópurinn vill gefa þjóðinni færi á að meta sjálf hvernig hag hennar er best borgið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun
Stjórnmálaumræða hér á landi virðist á stundum hverfast um hvert furðuupphlaupið á fætur öðru. Nú síðast er ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um meðgöngu í málsókn ESA á hendur þjóðinni vegna meints brots á EES-samningnum í tengslum við Icesave. Tilfellið er nefnilega að ESB hefur heilmikilla hagsmuna að gæta í málinu, algjörlega óháð aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Hlýtur maður því að velta því fyrir sér hvað liggi að baki upphrópunum um að Icesave-málareksturinn kalli á að viðræðum um aðild Íslands að ESB verði slitið. Reyndar virðist ESB ekkert geta gert rétt ef marka má málflutning hluta þeirra sem falla vilja frá aðildarsamningunum. Sambandið leggur sig ýmist fram um að hafa þjóðina góða til að lokka hana í faðm sinn og beitir meðal annars til þess IPA-styrkjum og boðsferðum til opinberra starfsmanna, eða það ætlar að kúga okkur og hrella með hótunum vegna makrílveiða, eða nú síðast með aðild að málarekstri ESA. Ekki virðist á hreinu hvort sambandið vill fá okkur í faðm sinn með góðu eða illu. Sérfræðingar í Evrópurétti furða sig hins vegar ekkert á aðkomu framkvæmdastjórnar ESB að málarekstri ESA, sem er í fullu samræmi við stofnsamþykkt EFTA-dómstólsins. Í Fréttablaðinu í dag segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor að krafa framkvæmdastjórnarinnar um meðgöngu í málarekstrinum endurspegli mikilvægi málsins. „Það hefur klárlega þýðingu fyrir allan fjármálamarkað Evrópu," segir hann. Og í fréttum Útvarps í gær tók Margrét Einarsdóttir, lektor í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík, í sama streng og kvað ekki koma á óvart að framkvæmdastjórnin beitti sér í málinu með formlegri hætti. „Ég sé ekki í fljótu bragði að það muni hafa nein úrslitaáhrif," bætti hún við. Óneitanlega er kynlegt að þeir sem hæst töluðu um sterka lagalega stöðu landsins og börðust fyrir dómstólaleið með Icesave-deiluna bregðist nú ókvæða við þegar ESB, sem sannarlega hefur hagsmuna að gæta í málinu, lætur það sig varða með beinum hætti. EFTA-dómstóllinn, ásamt Evrópudómstólnum, fer með endanlegt úrskurðarvald um túlkun EES-samningsins. Síðan er íslenskra dómstóla að framfylgja þeirri túlkun. Látið var sem Íslendingar væru með unnið mál í höndunum. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? Þá má velta fyrir sér hvort aðkoma ESB að málarekstri ESA skipti máli ef sú er ekki raunin. Í raun hefur ekkert breyst. Fulltrúar óttasleginna sérhagsmunahópa reyna nú sem fyrr að bregða fæti fyrir ferli sem á endanum á að skila sér í aðildarsamningi sem leggja á fyrir þjóðina. Sama gera andstæðingar fjölþjóðasamstarfs sem litla lýðræðisást bera í brjósti. Hvorugur hópurinn vill gefa þjóðinni færi á að meta sjálf hvernig hag hennar er best borgið.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun