Sterkar þjóðir keppa hér á landi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2012 07:00 Landsliðsmenn Frá vinstri eru Birkir Árnason, Ingvar Þór Jónsson, Emil Alingard og Snorri Sigurbjörnsson ásamt þjálfaranum Olfa Eller.fréttablaðið/valli Í dag hefst sterkasta íshokkímót sem haldið hefur verið hérlendis þegar keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar hefst. Ísland mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik en þar fyrir utan eru Spánn, Króatía, Serbía og Eistland í riðli Íslands. Sigurvegari riðilsins kemst upp í B-riðil 1. deildarinnar en liðið sem hafnar í neðsta sæti fellur niður í B-riðil 2. deildarinnar. Leikir Íslands hefjast allir klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Frítt er inn á hina leikina í riðlinum sem hefjast klukkan 13.00 og 16.30 þá daga sem spilað er. Íshokkííþróttinni hefur vaxið ásmegin hér á landi síðustu árin en Ísland tók fyrst þátt í HM árið 1999 og hafnaði þá í neðsta sæti neðsta riðilsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Ísland er nú að keppa við sterkar þjóðir. „Okkar aðalmarkmið er að halda í við þessar þjóðir sem við erum að mæta," sagði fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson sem hefur verið með landsliðinu allar götur síðan 1999. „Við viljum festa okkur í sessi í þessum riðli en við vitum að það verður erfitt." Hann vonast til að þess að keppnin sem nú fer fram á landinu verði til að auka áhugann á íþróttinni meðal almennings. En til þess að auka veg íþróttarinnar hér á landi þurfi fyrst og fremst að bæta aðstæðurnar. „Áður en hallirnar komu á sínum tíma gátum við bara æft utanhúss í 2-3 mánuði yfir árið. Koma þeirra var því mikil bylting. En nú hefur skapast flöskuháls því það er setið um þær þrjár hallir sem til eru. Við þurfum fleiri hallir til að fá bæði fleiri lið og fleiri iðkendur, sem er íþróttinni nauðsynlegt. Það er löngu orðið tímabært," sagði Ingvar. Innlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Í dag hefst sterkasta íshokkímót sem haldið hefur verið hérlendis þegar keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar hefst. Ísland mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik en þar fyrir utan eru Spánn, Króatía, Serbía og Eistland í riðli Íslands. Sigurvegari riðilsins kemst upp í B-riðil 1. deildarinnar en liðið sem hafnar í neðsta sæti fellur niður í B-riðil 2. deildarinnar. Leikir Íslands hefjast allir klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Frítt er inn á hina leikina í riðlinum sem hefjast klukkan 13.00 og 16.30 þá daga sem spilað er. Íshokkííþróttinni hefur vaxið ásmegin hér á landi síðustu árin en Ísland tók fyrst þátt í HM árið 1999 og hafnaði þá í neðsta sæti neðsta riðilsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Ísland er nú að keppa við sterkar þjóðir. „Okkar aðalmarkmið er að halda í við þessar þjóðir sem við erum að mæta," sagði fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson sem hefur verið með landsliðinu allar götur síðan 1999. „Við viljum festa okkur í sessi í þessum riðli en við vitum að það verður erfitt." Hann vonast til að þess að keppnin sem nú fer fram á landinu verði til að auka áhugann á íþróttinni meðal almennings. En til þess að auka veg íþróttarinnar hér á landi þurfi fyrst og fremst að bæta aðstæðurnar. „Áður en hallirnar komu á sínum tíma gátum við bara æft utanhúss í 2-3 mánuði yfir árið. Koma þeirra var því mikil bylting. En nú hefur skapast flöskuháls því það er setið um þær þrjár hallir sem til eru. Við þurfum fleiri hallir til að fá bæði fleiri lið og fleiri iðkendur, sem er íþróttinni nauðsynlegt. Það er löngu orðið tímabært," sagði Ingvar.
Innlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira