Dómari segir SFO algjörlega vanhæfa 11. apríl 2012 09:00 Vincent Tchenguiz Hann hefur farið fram á 20 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna málsins. Dómari við breskan dómstól, High Court, átelur bresku efnahagsbrotalögregluna Serious Fraud Office (SFO) harðlega fyrir að geta ekki lagt fram nein gögn sem legið hafi til grundvallar húsleitum hjá auðkýfingnum Vincent Tchenguiz í mars í fyrra. Aðgerðirnar sem SFO réðst í í mars í fyrra voru gríðarlega umfangsmiklar og beindust að bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og Kaupþingi og lánaviðskiptum þeirra á milli. 135 manns tóku þátt í þeim og níu voru handteknir, þeirra á meðal Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson og aðrir íslenskir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Í febrúar síðastliðnum neyddist SFO til að senda frá sér þriggja blaðsíðna skriflega afsökunarbeiðni til Vincents Tchenguiz og viðurkenna að aðgerðirnar hefðu grundvallast á röngum upplýsingum. Á sama tíma lýsti SFO því yfir að rannsóknin mundi halda áfram. Fyrir dómi í síðustu viku fór SFO fram á sex vikna frest til viðbótar til að sýna fram á það á hverju málið grundvallaðist, að því er segir í breska blaðinu Financial Times. Dómarinn, Sir John Thomas, sagði að það væri með öllu óviðunandi að SFO hefði enn ekki skilað af sér þessum rökstuðningi. Eina skýringin væri „alger vanhæfni". „Ég hef aldrei kynnst öðru eins," bætti hann við, samkvæmt Financial Times. Hann veitti þó frest til loka apríl. SFO afsakaði sig með því að nákvæmar upplýsingar um upphaf og aðdraganda rannsóknarinnar væru einfaldlega ekki lengur til staðar hjá embættinu. Margir af upphaflegum rannsakendum væru hættir störfum hjá stofnuninni og sumir jafnvel fluttir úr landi. Vincent Tchenguiz sagði óskiljanlegt að SFO hygðist halda áfram rannsókninni á málefnum hans í ljósi alls þessa. „Þegar ég var í skóla hélt ég því gjarnan fram að hundurinn hefði étið heimaverkefnin mín. Það er allt í lagi fyrir skólastrák, en frekar aumt af opinberum eftirlitsaðila," er haft eftir honum. Tchenguiz telur aðgerðirnar hafa skaðað sig og starfsemi sína og hefur höfðað hundrað milljóna punda skaðabótamál vegna þess, jafnvirði um 20 milljarða króna. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dómari við breskan dómstól, High Court, átelur bresku efnahagsbrotalögregluna Serious Fraud Office (SFO) harðlega fyrir að geta ekki lagt fram nein gögn sem legið hafi til grundvallar húsleitum hjá auðkýfingnum Vincent Tchenguiz í mars í fyrra. Aðgerðirnar sem SFO réðst í í mars í fyrra voru gríðarlega umfangsmiklar og beindust að bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og Kaupþingi og lánaviðskiptum þeirra á milli. 135 manns tóku þátt í þeim og níu voru handteknir, þeirra á meðal Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson og aðrir íslenskir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Í febrúar síðastliðnum neyddist SFO til að senda frá sér þriggja blaðsíðna skriflega afsökunarbeiðni til Vincents Tchenguiz og viðurkenna að aðgerðirnar hefðu grundvallast á röngum upplýsingum. Á sama tíma lýsti SFO því yfir að rannsóknin mundi halda áfram. Fyrir dómi í síðustu viku fór SFO fram á sex vikna frest til viðbótar til að sýna fram á það á hverju málið grundvallaðist, að því er segir í breska blaðinu Financial Times. Dómarinn, Sir John Thomas, sagði að það væri með öllu óviðunandi að SFO hefði enn ekki skilað af sér þessum rökstuðningi. Eina skýringin væri „alger vanhæfni". „Ég hef aldrei kynnst öðru eins," bætti hann við, samkvæmt Financial Times. Hann veitti þó frest til loka apríl. SFO afsakaði sig með því að nákvæmar upplýsingar um upphaf og aðdraganda rannsóknarinnar væru einfaldlega ekki lengur til staðar hjá embættinu. Margir af upphaflegum rannsakendum væru hættir störfum hjá stofnuninni og sumir jafnvel fluttir úr landi. Vincent Tchenguiz sagði óskiljanlegt að SFO hygðist halda áfram rannsókninni á málefnum hans í ljósi alls þessa. „Þegar ég var í skóla hélt ég því gjarnan fram að hundurinn hefði étið heimaverkefnin mín. Það er allt í lagi fyrir skólastrák, en frekar aumt af opinberum eftirlitsaðila," er haft eftir honum. Tchenguiz telur aðgerðirnar hafa skaðað sig og starfsemi sína og hefur höfðað hundrað milljóna punda skaðabótamál vegna þess, jafnvirði um 20 milljarða króna. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira