Boltinn og "bissness" Þorgils Jónsson skrifar 11. apríl 2012 16:00 Oft er sagt að peningar séu hreyfiafl heimsins. Með nægu fjármagni á flest að vera mögulegt ef rétt er á haldið. Áherslan er auðvitað á niðurlagið: Ef rétt er á haldið. Eitt allra besta dæmið um vanmátt auðmagnsins út af fyrir sig er að finna í nýlegri samantekt á síðunni Transferleague þar sem borin eru saman útgjöld liðanna í ensku úrvalsdeildinni í leikmannakaupum frá árinu 2006. Þar kemur í ljós að fyrrverandi meistaraefni Manchester City trjóna þar langefst með hin þykku veski eigenda sinna, bæði hvað varðar heildarupphæð sem hefur farið í leikmannakaup, 532 milljónir punda, og upphæð að frádreginni sölu á leikmönnum, sem í þeirra tilfelli nemur um 428 milljónum punda. Chelsea fylgir þar á eftir, nokkuð langt á eftir, með 156 milljónir nettó, en því næst kemur stórveldið fornfræga Liverpool sem hefur keypt leikmenn fyrir 83 milljónum punda meira en það hefur selt. Þar á eftir koma liðin Tottenham, Aston Villa, Sunderland og Stoke. Manchester United er svo í áttunda sæti, með um 51 milljón punda í mínus, en er þó í fimmta sæti þegar kemur að heildarútlátum til leikmannakaupa. Þetta kallar á pælingar um rekstur og afraksturinn sem hlýst af því að dæla út svo fádæma háum fjárhæðum. Látum vera að félög sem hafa ótakmarkaða fjármuni ausi út fé til að kaupa leikmenn til að bæta hópinn ef ásættanlegur árangur næst af þeim sökum. Chelsea getur ef til vill verið sátt við einn meistaratitil, þrjá bikartitla og einn deildarbikartitil. Manchester City getur sömuleiðis mögulega prísað sig sælt með sinn eina bikartitil ef málsvörnin er sú, að uppbygging frá grunni taki óumflýjanlega nokkurn tíma, en varla er eini titill Liverpool frá hausti 2006, deildarbikarinn síðasta vor, ásættanlegur árangur fyrir ofangreinda upphæð. Á hinum enda jöfnunnar er Lundúnaveldið Arsenal sem er í 31 milljónar punda gróða í leikmannakaupum á þessu árabili. Engir bikarar hafa þó farið í gljáfægða skápana á Emirates, flestum stuðningsmönnum og mörgum leikmönnum til mikils hugarangurs. Hið fornkveðna spakmæli að kapp sé best með forsjá sannast hins vegar best á ríkjandi (og að öllum líkindum verðandi) meisturum Manchester United. Fimm úrvalsdeildartitlar á síðustu sex árum, auk Evróputitils og annars smálegs, ætti að vera viðunandi niðurstaða samkvæmt flestöllum bókum. Niðurstaðan virðist hins vegar vera sú að ábyrgð og áræðni undir styrkri stjórn er góð og árangursrík blanda í fótbolta eins og öllum rekstri. Á vissan hátt er gaman til þess að vita (fyrir ákveðinn hóp stuðningsmanna altjent) að á þessum síðustu og verstu tímum í knattspyrnusögunni eru það ekki peningar sem öllu ráða. Þeir hjálpa vissulega ef rétt er með farið, en sigur á vellinum fæst ekki keyptur, til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Oft er sagt að peningar séu hreyfiafl heimsins. Með nægu fjármagni á flest að vera mögulegt ef rétt er á haldið. Áherslan er auðvitað á niðurlagið: Ef rétt er á haldið. Eitt allra besta dæmið um vanmátt auðmagnsins út af fyrir sig er að finna í nýlegri samantekt á síðunni Transferleague þar sem borin eru saman útgjöld liðanna í ensku úrvalsdeildinni í leikmannakaupum frá árinu 2006. Þar kemur í ljós að fyrrverandi meistaraefni Manchester City trjóna þar langefst með hin þykku veski eigenda sinna, bæði hvað varðar heildarupphæð sem hefur farið í leikmannakaup, 532 milljónir punda, og upphæð að frádreginni sölu á leikmönnum, sem í þeirra tilfelli nemur um 428 milljónum punda. Chelsea fylgir þar á eftir, nokkuð langt á eftir, með 156 milljónir nettó, en því næst kemur stórveldið fornfræga Liverpool sem hefur keypt leikmenn fyrir 83 milljónum punda meira en það hefur selt. Þar á eftir koma liðin Tottenham, Aston Villa, Sunderland og Stoke. Manchester United er svo í áttunda sæti, með um 51 milljón punda í mínus, en er þó í fimmta sæti þegar kemur að heildarútlátum til leikmannakaupa. Þetta kallar á pælingar um rekstur og afraksturinn sem hlýst af því að dæla út svo fádæma háum fjárhæðum. Látum vera að félög sem hafa ótakmarkaða fjármuni ausi út fé til að kaupa leikmenn til að bæta hópinn ef ásættanlegur árangur næst af þeim sökum. Chelsea getur ef til vill verið sátt við einn meistaratitil, þrjá bikartitla og einn deildarbikartitil. Manchester City getur sömuleiðis mögulega prísað sig sælt með sinn eina bikartitil ef málsvörnin er sú, að uppbygging frá grunni taki óumflýjanlega nokkurn tíma, en varla er eini titill Liverpool frá hausti 2006, deildarbikarinn síðasta vor, ásættanlegur árangur fyrir ofangreinda upphæð. Á hinum enda jöfnunnar er Lundúnaveldið Arsenal sem er í 31 milljónar punda gróða í leikmannakaupum á þessu árabili. Engir bikarar hafa þó farið í gljáfægða skápana á Emirates, flestum stuðningsmönnum og mörgum leikmönnum til mikils hugarangurs. Hið fornkveðna spakmæli að kapp sé best með forsjá sannast hins vegar best á ríkjandi (og að öllum líkindum verðandi) meisturum Manchester United. Fimm úrvalsdeildartitlar á síðustu sex árum, auk Evróputitils og annars smálegs, ætti að vera viðunandi niðurstaða samkvæmt flestöllum bókum. Niðurstaðan virðist hins vegar vera sú að ábyrgð og áræðni undir styrkri stjórn er góð og árangursrík blanda í fótbolta eins og öllum rekstri. Á vissan hátt er gaman til þess að vita (fyrir ákveðinn hóp stuðningsmanna altjent) að á þessum síðustu og verstu tímum í knattspyrnusögunni eru það ekki peningar sem öllu ráða. Þeir hjálpa vissulega ef rétt er með farið, en sigur á vellinum fæst ekki keyptur, til lengri tíma litið.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun