Sterkasta aðdráttaraflið Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2012 06:00 Náttúra Íslands er „Íslendingurinn sem raunverulega meikaði það í útlöndum," svo vitnað sé í ágæta bakþanka Sifjar Sigmarsdóttur sem birtust hér í blaðinu á föstudaginn. Í sama blaði er viðtal við Árna Gunnarsson formann Samtaka ferðaþjónustu. Að hans mati eru brýnustu verkefni íslenskrar ferðaþjónustu að fjölga ferðamönnum á veturna, byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum og hlúa að náttúrunni. Vinsældir Íslands sem áfangastaðar ferðamanna hafa aukist gríðarlega á umliðnum árum. Sem betur fer hefur aukningin ekki aðeins orðið á sumarmánuðum heldur hefur hægt og bítandi tekist að fjölga einnig ferðamönnum utan hásumartímans. Þetta þýðir að fjárfesting í ferðamannaþjónustu nýtist mun betur en þegar ferðamenn þjappast fleiri á styttri tíma og dreifir einnig álagi á fjölsótta staði. Engu að síður verður að gæta vel að því að álag á vinsæla áfangastaði ferðamanna verði ekki meira en staðirnir geta borið á þeim tíma sem þeir eru fjölsóttastir. Auk þess að leitast við að dreifa ferðamannastraumnum meira yfir árið mætti dreifa álaginu á fleiri staði á landinu. Þótt goshverir séu ekki á hverju strái þá má upplifa töfra jarðhitans talsvert víðar en á þeim stöðum sem ferðamönnum er nú beint á. Tilkomumikil vatnsföll og fossa má finna hringinn í kringum landið og áfram mætti lengi telja. Alltaf verður þó að gera ráð fyrir að nokkrir staðir á landinu standi upp úr í vinsældum og þurfi því að bera þungan straum ferðamanna. Þessa staði, til dæmis svæðin í kringum Gullfoss og Geysi, verður að gera þannig úr garði að mannvirki verji náttúruna eins og kostur er, auk þess sem huga þarf að öryggismálum ferðamanna. Þetta kostar peninga. Í viðtalinu við Árna Gunnarsson kemur meðal annars fram að í könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna á nokkrum vinsælum áfangastöðum kom í ljós að 95 prósent þeirra voru fúsir til að greiða hóflegt aðgöngugjald að viðkomandi stað yrði fénu varið til uppbyggingar á viðkomandi stað. Kannanir hafa einnig sýnt að meðal Íslendinga nýtur hugmyndin um aðgangseyri að vinsælum ferðamannastöðum talsverðs fylgis. Með slíkri gjaldtöku getur uppbygging þjónustu og vernd vinsælla ferðamannastaða orðið mun markvissari en nú er. Ástæður þess að þeim fjölgar sífellt sem vilja sækja Ísland heim eru ýmsar. Veik staða gjaldmiðilsins gerir að verkum að sá hópur er stærri en áður sem á þess kost að taka sér ferð til Íslands á hendur. Grunnástæða þess að útlendingar vilja koma hingað er þó alltaf Íslendingurinn sem meikaði það í útlöndum; íslensk náttúra. Það er fyrst og fremst til að upplifa íslenska náttúru og njóta hennar sem fólk um heim allan sækist eftir að koma til landsins. Það er því nauðsynlegt að hlúa að náttúrunni og verja hana fyrir ágangi um leið og við bjóðum ferðamönnum að njóta hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Náttúra Íslands er „Íslendingurinn sem raunverulega meikaði það í útlöndum," svo vitnað sé í ágæta bakþanka Sifjar Sigmarsdóttur sem birtust hér í blaðinu á föstudaginn. Í sama blaði er viðtal við Árna Gunnarsson formann Samtaka ferðaþjónustu. Að hans mati eru brýnustu verkefni íslenskrar ferðaþjónustu að fjölga ferðamönnum á veturna, byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum og hlúa að náttúrunni. Vinsældir Íslands sem áfangastaðar ferðamanna hafa aukist gríðarlega á umliðnum árum. Sem betur fer hefur aukningin ekki aðeins orðið á sumarmánuðum heldur hefur hægt og bítandi tekist að fjölga einnig ferðamönnum utan hásumartímans. Þetta þýðir að fjárfesting í ferðamannaþjónustu nýtist mun betur en þegar ferðamenn þjappast fleiri á styttri tíma og dreifir einnig álagi á fjölsótta staði. Engu að síður verður að gæta vel að því að álag á vinsæla áfangastaði ferðamanna verði ekki meira en staðirnir geta borið á þeim tíma sem þeir eru fjölsóttastir. Auk þess að leitast við að dreifa ferðamannastraumnum meira yfir árið mætti dreifa álaginu á fleiri staði á landinu. Þótt goshverir séu ekki á hverju strái þá má upplifa töfra jarðhitans talsvert víðar en á þeim stöðum sem ferðamönnum er nú beint á. Tilkomumikil vatnsföll og fossa má finna hringinn í kringum landið og áfram mætti lengi telja. Alltaf verður þó að gera ráð fyrir að nokkrir staðir á landinu standi upp úr í vinsældum og þurfi því að bera þungan straum ferðamanna. Þessa staði, til dæmis svæðin í kringum Gullfoss og Geysi, verður að gera þannig úr garði að mannvirki verji náttúruna eins og kostur er, auk þess sem huga þarf að öryggismálum ferðamanna. Þetta kostar peninga. Í viðtalinu við Árna Gunnarsson kemur meðal annars fram að í könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna á nokkrum vinsælum áfangastöðum kom í ljós að 95 prósent þeirra voru fúsir til að greiða hóflegt aðgöngugjald að viðkomandi stað yrði fénu varið til uppbyggingar á viðkomandi stað. Kannanir hafa einnig sýnt að meðal Íslendinga nýtur hugmyndin um aðgangseyri að vinsælum ferðamannastöðum talsverðs fylgis. Með slíkri gjaldtöku getur uppbygging þjónustu og vernd vinsælla ferðamannastaða orðið mun markvissari en nú er. Ástæður þess að þeim fjölgar sífellt sem vilja sækja Ísland heim eru ýmsar. Veik staða gjaldmiðilsins gerir að verkum að sá hópur er stærri en áður sem á þess kost að taka sér ferð til Íslands á hendur. Grunnástæða þess að útlendingar vilja koma hingað er þó alltaf Íslendingurinn sem meikaði það í útlöndum; íslensk náttúra. Það er fyrst og fremst til að upplifa íslenska náttúru og njóta hennar sem fólk um heim allan sækist eftir að koma til landsins. Það er því nauðsynlegt að hlúa að náttúrunni og verja hana fyrir ágangi um leið og við bjóðum ferðamönnum að njóta hennar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun