Borðað með puttunum á eþíópískum veitingastað 2. apríl 2012 10:00 Fjölbreytt Matseðillinn á Minilik er afar fjölbreyttur, þó aðeins sé um eþíópískan mat að ræða. „Ég flutti til Íslands árið 2000 og mig langaði alltaf að opna eþíópískan veitingastað og þannig kynna Íslendinga fyrir landinu mínu. Allir þekkja vandamálin sem eru í Eþíópíu, en fáir þekkja söguna og menninguna," segir Yirga Mekonnen, annar eigandi veitingastaðarins Minilik í Kópavogi. Minilik opnaði í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 1. mars síðastliðinn. Yirga á og rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Lemlem Kahssay, sem annast alla matseld. Á Minilik er boðið upp á hefðbundinn eþíópískan mat þar sem allt ferskt hráefni er keypt hérlendis, en flest kryddin og kaffibaunirnar koma frá Eþíópíu. Maturinn er borinn fram með svokölluðu enjera sem er flatt súrdeigsbrauð og þjónar hlutverki hnífapara. „Auðvitað er fólki velkomið að fá hnífapör ef það óskar þess, en við kennum þeim hvernig hægt sé að nota enjera í stað hnífapara og borða með puttunum," segir Yirga. Staðurinn opnaði fyrst á Flúðum síðastliðið sumar þar sem hann vakti mikla athygli og fékk mjög jákvæð viðbrögð, að sögn Yirga. Það varð til þess að þau hjónin ákváðu að reyna fyrir sér á höfuðborgarsvæðinu líka. Minilik verður þó áfram opinn á Flúðum yfir sumartímann, þar sem systir Lemlem og eiginmaður hennar reka hann. Kaffimenningin er mjög mikil í Eþíópíu, en kaffi er upprunnið frá borginni Kaffa í vestanverðu landinu. Á Minilik er þessi menning í hávegum höfð, og sérstök athöfn er framkvæmd í kringum kaffið. „Lemlem sér alltaf um athöfnina, en það er stranglega bannað að karlmaður geri það," segir Yirga. „Hún er íklædd sérstökum eþíópískum klæðnaði og þarf að gera allt eftir vissum aðferðum. Hún ristar baunirnar á lítilli pönnu, og allir í salnum fá að njóta lyktarinnar af þeim. Síðan útbýr hún kaffið á kaffiborði sem er í miðjum salnum," bætir hann við. Þrátt fyrir annríki hérlendis halda Yirga og Lemlem áfram að leggja sitt af mörkum til heimalandsins. Árið 2010 stóðu þau fyrir opnun leikskóla í borginni Gidole þar sem 17 munaðarlausum börnum eru nú tryggð menntun og umönnun þökk sé íslenskum stuðningsforeldrum. „Það var svo mikið af góðu fólki hérna á Íslandi tilbúið að hjálpa mér þegar ég þurfti á því að halda að það hvatti mig til að hjálpa öðrum," segir Yirga. Nánar má lesa um verkefnið á síðunni parentsgidole.com. Kópavogur Matur Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
„Ég flutti til Íslands árið 2000 og mig langaði alltaf að opna eþíópískan veitingastað og þannig kynna Íslendinga fyrir landinu mínu. Allir þekkja vandamálin sem eru í Eþíópíu, en fáir þekkja söguna og menninguna," segir Yirga Mekonnen, annar eigandi veitingastaðarins Minilik í Kópavogi. Minilik opnaði í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 1. mars síðastliðinn. Yirga á og rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Lemlem Kahssay, sem annast alla matseld. Á Minilik er boðið upp á hefðbundinn eþíópískan mat þar sem allt ferskt hráefni er keypt hérlendis, en flest kryddin og kaffibaunirnar koma frá Eþíópíu. Maturinn er borinn fram með svokölluðu enjera sem er flatt súrdeigsbrauð og þjónar hlutverki hnífapara. „Auðvitað er fólki velkomið að fá hnífapör ef það óskar þess, en við kennum þeim hvernig hægt sé að nota enjera í stað hnífapara og borða með puttunum," segir Yirga. Staðurinn opnaði fyrst á Flúðum síðastliðið sumar þar sem hann vakti mikla athygli og fékk mjög jákvæð viðbrögð, að sögn Yirga. Það varð til þess að þau hjónin ákváðu að reyna fyrir sér á höfuðborgarsvæðinu líka. Minilik verður þó áfram opinn á Flúðum yfir sumartímann, þar sem systir Lemlem og eiginmaður hennar reka hann. Kaffimenningin er mjög mikil í Eþíópíu, en kaffi er upprunnið frá borginni Kaffa í vestanverðu landinu. Á Minilik er þessi menning í hávegum höfð, og sérstök athöfn er framkvæmd í kringum kaffið. „Lemlem sér alltaf um athöfnina, en það er stranglega bannað að karlmaður geri það," segir Yirga. „Hún er íklædd sérstökum eþíópískum klæðnaði og þarf að gera allt eftir vissum aðferðum. Hún ristar baunirnar á lítilli pönnu, og allir í salnum fá að njóta lyktarinnar af þeim. Síðan útbýr hún kaffið á kaffiborði sem er í miðjum salnum," bætir hann við. Þrátt fyrir annríki hérlendis halda Yirga og Lemlem áfram að leggja sitt af mörkum til heimalandsins. Árið 2010 stóðu þau fyrir opnun leikskóla í borginni Gidole þar sem 17 munaðarlausum börnum eru nú tryggð menntun og umönnun þökk sé íslenskum stuðningsforeldrum. „Það var svo mikið af góðu fólki hérna á Íslandi tilbúið að hjálpa mér þegar ég þurfti á því að halda að það hvatti mig til að hjálpa öðrum," segir Yirga. Nánar má lesa um verkefnið á síðunni parentsgidole.com.
Kópavogur Matur Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira